Að undanförnu hef ég tekið þátt í umræðu um barnaverndarmál og þá einnig blandað mér í þær deilur sem sprottið hafa í kjölfar kvörtunarmála barnaverndarnefnda í Reykjavík og Hafnarfirði á hendur Barnaverndarstofu og forstjóra hennar sérstaklega, Braga Guðbrandssyni.
Birtist í DV 05.05.18.. Að undanförnu hefur farið fram hatrömm umræða í þjóðfélaginu um mál sem á sér marga snertifleti: Barnaníð, aðkomu stofnana að slíkum málum, samskiptum þeirra á milli, aðkomu eftirlits- og aðhaldsaðila, leka úr stjórnsýslunni, pólitískri ábyrgð ráðherra, hvað telja má siðlegt og ósiðlegt í umfjöllun fjölmiðla, aðkomu Alþingis og einstakra alþingismanna.
Það skiptir máli hvað knýr okkur til verka. Þetta skiptir ekki síst máli þegar við ræðum fyrirkomulag á þeirri þjónustu sem við viljum að samfélagið bjóði upp á.
Ég þakka þér fyrir að greina frá allri þessari uppákomu í Velferðarráði varðandi hæfni Braga. Er það ekki rétt skilið að afskipti Braga snéru aðeins að því að amman fengi að umgangast barnabörn sín áður en hún dæi? Og eins og þú segir, hefði verið ámælisvert og vanræksla ef Bragi hefði ekki haft afskipti af því.