Fara í efni

Greinasafn

Febrúar 2020

ER VG GENGIN Í D EÐA ER VG OG D GENGIN Í S EÐA ÖLL KOMIN Í VIÐREISN – EÐA ERU ALLIR ORÐNIR PÍRATAR EÐA … ?

Ríksstjórnin ræðir nú einkavæðingu banka, styður hernaðarofbeldi Tyrkja á NATÓ fundi, ræðir nýtt brennivínsfrumvarp, þorir ekki eða vill ekki sporna gegn eignasamþjöppun á jarðeignum með lögum sem duga, markaðsvæðir raforkukerfið …  Hver er hvað og hvað er hver? Er engin í pólitík lengur? Pólitíkin á að snúast um lýðræði, um að veita ólíkum skoðanastraumum inn á vinnsluborð framkvæmdavaldsins. Þess vegna eru mismunandi flokkar. Það hélt ég.  En hvað er til ráða þegar þeir renna allir saman í eitt?  Þá er eitthvað ... Jóhannes Gr. Jónsson
EINFÖLDUN Í BOÐI SJÓNVARPSINS EÐA EITTHVAÐ ENNÞÁ VERRA?

EINFÖLDUN Í BOÐI SJÓNVARPSINS EÐA EITTHVAÐ ENNÞÁ VERRA?

... Er hægt að bjóða okkur upp á slíka trakteringu?   Þetta er ekki bara einföldun heldur gróf rangtúlkun.   En hún er svosum ekki alveg ný af nálinni. Það gerir hana hins vegar ennþá verri!  En hvers vegna ekki tengja ábyrgðina á vandanum alla leið? Og spyrja svoldið út í NATÓ fundinn síðastliðinn föstudag þar sem Íslendingar tóku þátt í að blessa innrásarher Tyrkja, mannréttindabrjótana, sem nú eiga drjúgan þátt í að reka fólk á flótta ...  
ALMANNAHAGUR AÐ FÆRA KVÓTANN HEIM

ALMANNAHAGUR AÐ FÆRA KVÓTANN HEIM

Þetta er á meðal annars haft eftir mér í Jökli á Snæfellsnesi eftir fundinn í Ólafsvík um síðustu helgi:  “Það sem vakir fyrir okkur er vinsamlegt sjávarbyggðunum ...þegar við tölum um kvótann heim erum við að gera það í tvennskonar skilningi. Að tryggja eignarhald þjóðarinnar og fá kvótann heim til sjávarbyggðana ...
BETRA AÐ JAFNA EN AÐ SPÝTA Í

BETRA AÐ JAFNA EN AÐ SPÝTA Í

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29.02/01.03.20. Sitthvað er nú tínt til í réttlætingarskyni fyrir einkavæðingu banka í ríkiseigu. Slaki sé í efnahagslífinu og lífsnauðsyn að losa um fjármagn með þessum hætti, jafnvel taka, auk fyrirhugaðrar bankasölu, milljarðatugi að láni til að örva efnahagskerfið. Þá þurfi skattar á fyrirtæki að lækka í sama tilgangi. Innspýting heitir þetta á máli stjórnmálanna og þykir allra meina bót. Upp eru talin margvísleg þjóðþrifamál sem ...

UM VEIRU OG ÞAU SEM LEYFÐU FRAMSALIÐ

Þá framsal þau leyfðu á kvóta og létu elítuna auðlindar njóta spurðu ekki neitt en kræktu í feitt úr landi með gróðann nú þjóta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð .
FRÁBÆRT FRAMTAK KLA.TV

FRÁBÆRT FRAMTAK KLA.TV

Það sem ég veit um Kla. Tv er það sem ég sé af afurðum þeirra. Þau hafa tekið upp nokkra fundi mína unfir heitinu  Til róttækrar skoðunar , birt á youtube. Miklu meira efni er að finna þar á þeirra vegum:   www.kla.tv/15789 Ég hvet lesendur til að gerast áskrifendur og fylgjast með þessu góða framtaki:   https://www.kla.tv/newsletter  ...
UMSÖGN UM FRUMVARP UM EIGNARRÁÐ OG NÝTINGU FASTEIGNA

UMSÖGN UM FRUMVARP UM EIGNARRÁÐ OG NÝTINGU FASTEIGNA

Í samráðsgátt forsætisráðuneytisins hafa frá því fyrr í mánuðinum legið drög að frumvarpi um jarðakaup sem lengi hefur verið kallað eftir. Frá því er skemmst að segja að þessi frumvarpsdrög svara ekki því kalli og þarf að gera á þeim miklar breytingar til þess að svo verði.  Eftirfarandi umsögn hef ég sent inn á vefinn ...

HEIM MEÐ KVÓTANN

Kvótann nú köllum inn og kröfunni viðhaldið Eflaust mætast stálin stinn við stórútgerða valdið.   Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÞAKKAÐ FYRIR GÓÐAN FUND Í ÓLAFSVÍK

ÞAKKAÐ FYRIR GÓÐAN FUND Í ÓLAFSVÍK

Í gær fór fram í Ólafsvík fjórði fundurinn um kvótann,  Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim!  Vel rættist úr með fundarsókn en vegna blíðskaparveðurs voru margir bátar á sjó og fengum við kveðjur frá sjómönnum sem kváðust ella hefðu mætt á fundinn.  Hann sóttu engu að síður hátt í fimmtíu manns og voru í þeim hópi margir sem tengdust útgerð, sjómennsku eða fiskvinnslu.  Að loknu framsöguerindi   Gunnars Smára Egilssonar   spunnust umræður sem voru ...
HÉR VERÐUR KVÓTAFUNDURINN KLUKKAN TVÖ Á LAUGARDAG

HÉR VERÐUR KVÓTAFUNDURINN KLUKKAN TVÖ Á LAUGARDAG

Þetta er veitingastaðurinn   Sker , Ólafsbraut 19, Ólafsvík. Þar verður opni fundurinn um kvótamálin á laugardag klukkan 14. Ég leyfi mér að hvetja sem flesta til að mæta á fundinn, hann verður áhugaverður, því lofa ég, og því fleiri sem mæta og leggja í umræðupúkkið þeim mun betra! Aldan er að ...