Fara í efni

Greinasafn

2006

ER FJÓRÐA VALDIÐ BARA BÓLGINN VÖÐVI?

Stundum eru fjölmiðlarnir kallaðir fjórða valdið í samfélaginu. Þessi skírskotun á rætur í aðgreiningu franska stjórnspekingsins Montesquieu á ríkisvaldinu en hann greindi það í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.
FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í BOÐI ALCAN!!!

FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í BOÐI ALCAN!!!

Getur einn fjölmiðill komist lengra í vesælmennsku en að efna til umræðu um liðið ár og það sem framundan er, með formönnum allra stjórnmálaflokka og þar með forsætisráðherra landsins, í boði álrisans Alcan! Þetta gerði Stöð 2 í gær í svokallaðri Kryddsíld.

SÖGULEGUR OG TÁKNRÆNN FÁNI !

Góði Ögmundur ... Mér þótti gleðilegt að sjá ykkur Pétur Kristjánsson hlið við hlið þar sem þú tókst við íslenskum fána frá Pétri, fallegasta fána í heimi, tákni íslensku þjóðarinnar! Þetta er orðin merkilegur, sögulegur og táknrænn íslenskur fáni Ögmundur, íslenskur fáni sem núverandi ríkisstjórn gat ekki fundið neinn stað fyrir.

AÐ HOPPA EINS OG KÖTTUR Í KRINGUM HEITAN GRAUT!

Margir hafa spurt mig þessa dagana hvers vegna Ríkisútvarpið fjalli lítið efnislega um „háeffun“ flugumferðarstjórnar og rekstur flugvalla landsins og afleiðingar hennar.

ÆTLAR VÆNTANLEGUR FRAMBJÓÐANDI EKKI AÐ FAGNA KRATASTEFNU?

Heill þér Ögmundur og gleðilega hátíð!Nú er lag til að fagna. Ég og aðrir umhverfisverndarsinnar bíðum eftir því að þú fagnir þeirri ákvörðun Hitaveitu Suðurnesja að falla frá umsókn um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum.

ANDSTAÐA VIÐ STÉTTARFÉLÖG

Birtist í Fréttablaðinu 29.12.06.Einkavæðing hefur sjaldnast gengið áfallalaust. Þó er misjafnt hve klaufsk yfirvöldin eru við markaðsvæðingu opinberrar starfsemi.

ER VG Á MÓTI ÖLLUM ÁLVERUM?

Kæri Ögmundur. Ætti að mati Vinstri Grænna að loka öllum álverum í heiminum? Bestu kveðjur,Jón ÞórarinssonNei, því fer fjarri að við teljum svo vera.

TIL HAMINGJU ÍSLAND

Ég heyrði eitt sinn af níræðum karli sem var spurður að því hvernig hann hefði það. Sá gamli svaraði og sagðist vera fínn í fótunum, klár í kollinum en aðeins farinn að klikka í miðjunni.
HEIÐURSMAÐUR GEFUR ÍSLENSKA FÁNANN

HEIÐURSMAÐUR GEFUR ÍSLENSKA FÁNANN

Ég varð í gær þess mikla heiðurs aðnjótandi að taka við íslenska fánanum að gjöf frá Pétri Kristjánssyni, sem Reykvíkingum og landsmönnum mörgum er að góðu kunnur fyrir óeigingjörn störf um áratugaskeið.

VEIT NÚ HVAÐ HLUTAFÉLAGAVÆÐING ÞÝÐIR

Ég er einn þeirra sem staðið hefur frammi fyrir því að ákveða hvort ég taki við starfi hjá Matís ohf, hinu hlutafélagavædda fyrirtæki, sem áður samanstóð af Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknum á Keldnaholti og rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar.