Fara í efni

Greinasafn

2004

HVERNIG Á AÐ LEIÐRÉTTA MISRÉTTIÐ?

Sannast sagna verð ég hugsi við ýmis skrif sem nú eru að birtast um lífeyrismál. Fyrst staldraði ég við nýlegan leiðara í blaði Verslunarmannafélags Reykjavíkur,  síðan við pistil sem birtist á vefriti Framsóknarflokksins.

RAUSNARSKAPUR BANDARÍKJANNA - AÐ ÓGLEYMDUM HINUM VILJUGU BANDAMÖNNUM ÞEIRRA

Á vef RÚV má lesa “Bandaríkjastjórn gerir ráð fyrir að senda 15 milljóna dollara aðstoð á flóðasvæðin í Asíu til að byrja með, en þegar hafa verið lagðir fram 400.000 dollarar.” Til fróðleiks hefur stríðið í Írak kostað Bandaríkjamenn 200.000.000.000 dollara.

Þorleifur Óskarsson skifar: VOLVOINN, KJALLARAÍBÚÐIN, SKOPMYNDASAFNIÐ OG HÖRMUNGARNAR VIÐ INDLANDSHAF

Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur eina ferðina enn sýnt og sannað að henni verður ekki fisjað saman þegar neyðin kallar.

LESIÐ PÓLITÍSKA HUGVEKJU

Mig langar til að þakka séra Gunnari Kristjánssyni fyrir Pólitíska hugvekju, sem birtist hér á heimasíðunni í dálkinum Frjálsir pennar.
ANDSTAÐA VEX GEGN ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB

ANDSTAÐA VEX GEGN ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB

  Stærstu heildarsamtök launafólks á Íslandi BSRB og ASÍ hafa lagst eindregið gegn Þjónustutilskipun Evrópusambandsins sem nú er í smíðum.

EIGUM VIÐ AÐ STYÐJA BANDARÍSKT STÓRBLAÐ?

Finnist þér ekki meira vit í að gefa peninga til hjálpar fólkinu í Írak en að styðja einhvað stórblað í USA?Sigurbjörn HalldórssonHeill og sæll.Mín skoðun er sú að ef Írakar fengju að vera í friði fyrir öllum þeim sem ásælast olíuna þeirra þá þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þessari þjóð sem sennilega er ein sú auðugasta í heiminum öllum.

KIEFER Í BÆNUM !

Mikið þykir mér alltaf átakanlegt þegar fjölmiðlarnir okkar smækka þjóðina niður í hið óendanlega með því að elta á röndum frægt fólk sem kemur hingað til lands.

HUGLEIÐING Í TILEFNI ÞJÓÐNÝTINGAR Í RÚSSLANDI

Á valdatíma Jeltsins Rússlandsforseta var einkavætt af miklum móð í Rússlandi. Ekki nóg með það, ýmsir nánir samstarfsmenn forsetans og þeirra fylgilið sölsaði einkavæddar eignir ríkisins undir sig og fóru þar framarlega í flokki Khodorkovskí, sem nú hefur verið sakaður um stórkostleg skattsvik og annað misferli og situr fyrir bragðið í fangelsi, Berzovsky sem hröklaðist í útlegð og Abramovits, eigandi fótboltaliðsins Chelsea og vinur ónefnds búanda á Bessastöðum á Álftanesi (sjá hér: http://www.ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=1303).Nú eru rússnesk stjórnvöld að reyna að ná einhverju af hinum stolnu eignum til baka til þjóðarinnar.

UM GILDI AUGLÝSINGA

Föstudaginn 24. desember birtist í Morgunblaðinu mjög athyglisverð grein eftir framkvæmdastjóra Sambands íslenskra auglýsingastofa, Ingólf Hjörleifsson.

HIN HIMNESKA HJÁLP

Í austri var maður sem karlmönnum kenndi að hlýðaog konurnar lét hann fá festu sem engu var líkhann ógnaði fólki og svo var hann stöðugt að stríða,hann stærði sig jafnan af því hversu þjóð hans var rík.En skósveinar auðvaldsins sögðu hann þjáningu þyngja að þar færi maður með sprengju og heimtaði blóð.Og heimurinn heyrði svo vopnin í vindinum syngja:-Við erum hér til að hjálpa þér heiðingjaþjóð.Og handhöfum valdsins fannst ógnin í austrinu stækka,þeir ætluðu sjálfsagt að frelsa hinn hnignandi heim,með markvissu stríði svo hugðust þeir fíflunum fækkaen fíflin þau voru þó aðeins á mála hjá þeim,og hræsnarar heimsins þeir ætluðu öllu að bjargaþví alþjóðavæðingin sá hvernig baráttan stóðog herskáir létu þeir vopnin í vindinum garga:-Við erum hér til að hjálpa þér heiðingjaþjóð.