
ÞÖRF Á VÖKULLI VERKALÝÐSHREYFINGU!
01.05.2013
Ég rétt missti af Ævari Kjartanssyni á RÚV í morgun. Heyrði blálokin á þætti hans þar sem hann kynnti lokalagið - ekki af verri endanum - við ljóð Stefáns Ögmundssonar, til langs tíma forystumanns íslenskra prentara og eins magnaðasta baráttumanns félagslegra gilda sem ég hef kynnst og góðs frænda og vinar.