Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2013

1. maí 2013

ÞÖRF Á VÖKULLI VERKALÝÐSHREYFINGU!

Ég rétt missti af Ævari Kjartanssyni  á RÚV í morgun. Heyrði blálokin á þætti hans þar sem hann kynnti lokalagið - ekki af verri endanum  - við ljóð Stefáns Ögmundssonar, til langs tíma forystumanns íslenskra prentara og eins magnaðasta  baráttumanns félagslegra gilda sem ég hef kynnst og góðs frænda og vinar.
2013 kosn - úrslit - mat

VANGAVELTUR AÐ LOKNUM KOSNINGUM

Nú er keppst við að rýna í úrslit nýafstaðinna kosninga og senn kemur í ljós hvert stjórnarmynstrið verður.

SAMMÁLA PÁLI

Sæll félagi Ögmundur.. Svona fór um sjóferð þá! En í stað þess að dvelja við það liðna vil ég aðeins spá í spilin sem sá Framsóknarmaður sem ég var fram að 12 ára aldri.

ÓSKAÐ GÓÐS GENGIS

Gangi þér vel í kosningunni á morgun. Þú ert búinn að standa þig vel sem ráðherra og ég gæti ekki hugsað til þess að stjórnarandstaðan ætti þig ekki að ef svo hræðilega æxlaðist að gömlu hrunverjarnir í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki mynduðu næstu ríkisstjórn.. Sveinn Jónsson .

RÓSU Á ÞING

Líst vel á að fá Rósu Björk á þing. Það ætti að takast með sameiginlegu átaki. Áfram stelpur. Þú mátt gjarnan vera með Ögmundur minn! enda hefurðu staðið þig vel í jafnréttismálunum!. Guðfinna Jónsdóttir.

KÝS VG ÞRÁTT FYRIR ALLT!

Ég er hundfúll út í VG en ég ætla að kjósa þig þrátt fyrir VG. Ég ætla að kjósa þig út af fjórum málum, Icesave, Núbó, Guðmundar- og Geirfinnsmálum og síðan Landsdómsmálinu.

NÆGIR AÐ SPJALLA Í SÍMA?

Hrikalegt er að fylgjast með sumum minni frammboðanna bera það á borð að þau hafi enga stefnu heldur ætli bara að rabba um hlutina, helst á netinu, þá verði allt gott.
Ögmundur og Rósa

BIÐJUM UM STUÐNING Í KRAGA

Alþingiskosningar 2013 eru hafnar. Ég býð mig fram í Suðvestur-kjördæmi, Kraganum. Hann tekur yfir Seltjarnarnes, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ ,  Álftanes, Mosfellsbæ og Kjós.

STJÓRNMÁLA-MENN EIGA AÐ SVARA TIL SAKA FYRIR SVIK

Sæll, Ögmundur.. Ég er með smáhugmynd sem er sú að það þarf að breyta í sambandi við alþingiskosningar að það sem þessir flokkar eru fram að bjóða og lofa fólkinu í landinu þyrfti að setja reglur um þannig að þeir þurfi að standa undir því sem þeir lofa, nái þeir kosningu.
KATA

SKÝR PÓLITÍSK LANDAMÆRI

Fjölmiðlarnir hafa að mörgu leyti staðið sig vel í kynningu á framboðum til þingkosninganna á morgun. RÚV hefur reynt að rísa undir hlutverki sínu sem  ríkisfjölmiðill - fjölmiðill í almannaeign - og gefið ÖLLUM framboðum tækifæri til að kynna stefnu sína og sjónarmið.