
FRÁ FÆÐINGU KÓLUMBUSAR AÐ VINNA UPP Í STARFSLOKASAMNING
30.06.2006
Fyrir fáeinum dögum birti Blaðið frétt, sem ekki fór mjög hátt í fjölmiðlaheiminum. Blaðið taldi sig hafa heimildir fyrir því að fráfarandi forstjóri Straums Burðaráss fengi starfslokagreiðsu, sem næmi einum milljarði króna nú þegar honum hefði verið sagt upp störfum.