
UM ANDANN OG EFNIÐ
01.12.1993
Birtist í fréttabréfi Öryrkjabandalags Íslands 1993Enn erum við Íslendingar í vanda staddir. Auðvitað eru vandamál hluti af lífinu sjálfu, og sá einn getur sæst við lífið, sem getur litið á vanda sem verkefni til að leysa, og verið glaður í bragði, þótt að honum steðji erfiðleikar.Vandinn sem steðjar að þjóðinni er sá, að menn eru ekki vissir um hvað það er að vera Íslendingur.