KRISTINN SNÆLAND KVEÐUR
31.01.2017
Í orðsins fyllstu merkingu kvaddi Kristinn Snæland okkur í Seljakirkju í dag. Hann var vissulega kvaddur en einnig kvaddi hann sjálfur í bráðgóðu ávarpi til okkar, sem fylgdum honum til grafar, og gat það að líta á stórum sjónvarpsskjá í erfidrykkjunni að útfararathöfninni lokinni.