Fara í efni

Greinasafn

Nóvember 2002

Hvar eru frjálshyggjumennirnir þegar á reynir?

Birtist í DV 28.11.2002Fyrst var deilt um það hvort gera ætti ríkisbankana að hlutafélögum. Það var gert og nú hefur verkið nánast verið fullkomnað með því að selja Landsbanka og Búnaðarbanka að undanskildum litlum hluta sem enn er í þjóðareign.

BSRB vill tryggja persónuvernd

Birtist í Mbl. 26.11.2002Aðalfundur BSRB sem haldinn var fyrir fáeinum dögum lagði áherslu á að settar verði reglur sem tryggi persónuvernd starfsmanna á vinnustöðum.

Er kominn tími til að líta í spegil?

- Það var verið að breyta NATO, taka inn fleiri ríki, og breyta um áherslur. Einn fyrir alla og allir fyrir einn eru þeir að tala um.- Það er verið að þvinga fátækar þjóðir Austur-Evrópu til að kaupa bandarísk hergögn af fyrirtækjunum sem studdu Bush í forsetakosningunum.

Vilja fá að vera með í stríði

Heill og sæll Ögmundur.Nú berast fréttir af yfirvofandi stórauknum framlögum úr sameiginlegum sjóðum okkar Íslendinga til NATÓ.

Mannréttindum má aldrei fórna

Íslensk stjórnvöld óska eftir því við forráðamenn Flugleiða og Atlanta að flugfélögin gangist undir þá kvöð að ráðstafa farþegaflugvélum til flutninga á herliði á vegum NATÓ komi til átaka sem hernaðarbandalagið á hlutdeild í.

BSRB tryggi persónuvernd

Komdu sæll Ögmundur.Ég hlustaði með athygli á viðtalið við þig í morgunútvarpinu í gær um persónuvernd. Sjálf er ég í BSRB og er mjög ánægð með að samtökin skuli taka þetta málefni upp og hvet til þess að að haldið verði áfram á þessari braut.

Þriðji heimurinn og við

Út er komið tímarit stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands og nefnist ritið Íslenska leiðin. Undirritaður var beðinn að svara nokkrum spurningum í greinarstúf sem hér birtist:. . Það viðfangsefni sem ég hef verið beðinn um að velta vöngum yfir í þessu greinarkorni lýtur að þeirri togstreitu og ójöfnuði sem ríkir á milli norðurs og suðurs og hvernig hægt sé að bæta stöðu þeirra landa sem teljast til „suðurs“.

Enginn vill vera vondur við lítilmagnann – Af prófkjörsraunum

Það er engin ein rétt leið til að raða frambjóðendum á lista fyrir kosningar. Ég er ekki í vafa um að heppilegast er– ef um það getur skapast friður – að raða frambjóðendum upp á lista sem síðan er borinn undir atkvæða félagsfundar eða annarrar samkomu eftir atvikum.

R-listinn virði samninga

Sæll Ögmundur. Þú ert einn af þeim fáu stjórnmálamönnum sem ég hef haft trú á. Því langar mig til þess að spyrja þig hvort þér finnist ekki óþægilegt að þinn flokkur skuli vera aðili að R.lista samstarfinu núna þegar R.borg virðist ekki ætla að standa við hluta úr kjarasaming er gerður var við St.Rv í byrjun árs 2001 og gilda átti til 30.nóv 2005.Sigurbjörn HalldórssonKomdu sæll Sigurbjörn.Það er ámælisvert undir öllum kringumstæðum og hver sem í hlut á ef ekki er staðið við gerða samninga.

Fréttamynd ársins

Góð fréttamynd sýnir ekki bara þá mynd af raunveruleikanum sem hið pólitíska vald heldur að okkur til einföldunar og þæginda, fréttamyndin afruglar þá tálsýn og færir okkur raunveruleikann sjálfan.