Í grein í Mbl. 28. des. leggst Samfylkingarmaðurinn Valdimar Leó Friðriksson á hnén og kvittar rækilega undir þá persónudýrkun sem tröllríður íslenskum stjórnmálum þessa dagana.
Mjallhvít litla vann og vannen vildi á dansleik fara.Í hugum dverga bræðin brann.Hún burt sér skyldi snara.. Dvergar vildu síðan sáttog sögðust tilboð gera,"það eina sem þú ekki mátt, er að fara og vera".. Gísli Sigurkarlsson .
Blessaður. Þú spyrð í hvaða texta ég vitni í skrifum mínum sem birtust hér á síðunni 24/12. Tilvitnanirnar eru úr laglegustu sögu rithöfundar, sem sendi frá sér smásagnasafn fyrir jólin.
Nýlega birtist á heimasíðu minni ágætt bréf frá Andrési Kristjánssyni þar sem hann lýsti áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma og þá ekki síst vegna ófyrirséðra útgjalda.
Birtist í Morgunblaðinu 21.12.2002Síðasta mál á dagskrá Alþingis fyrir þinglok var heimild til þess að breyta Norðurorku í hlutafélag, minni háttar mál að sögn iðnaðarráðherra og í ofanálag samkvæmt beiðni heimamanna á Akureyri.
Deilur um borgarstjóraembættið setja svip á stjórnmálaumræðuna þessa dagana. Málið blasir þannig við mér: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor að hún hygðist ekki taka þátt í komandi Alþingiskosningum.
Samfylkingin hefur árum saman lagt áherslu á tiltekna lausn í kjördæmamálum. Flokkurinn samþykkti núverandi skipan, þá skipan sem kosið verður eftir í vor, með hangandi haus og hálfréttri hönd.
Ungir jafnaðarmenn eru hamingjusamir þessa dagana enda hafa þeir kvartað mjög undan því að Samfylkingin væri að sumu leyti dálítið gamaldags og mosavaxið fyrirbæri.