Fara í efni

Greinasafn

Júlí 2020

PENINGAR EIGA AÐ HAFA ANDLIT

PENINGAR EIGA AÐ HAFA ANDLIT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsis 01/02.08.20. ...Svo kemur skyndilega hljóð úr gagnstæðri átt. Forseti ASÍ segir hrægamma á flugi, hnita yfir bráð sinni, og formaður VR andmælir því að lífeyrisjóðir séu látnir þjóna gömmum: Ekki krónu til Icelandair á meðan þar er vaðið um á skítugum skónum, segir verkalýðshreyfingin og er öllum sýnileg. Ekkert skuggatal þar. Ég var í hópi þeirra sem fagnaði þessum yfirlýsingum og geri enn ...

SEIGLA Í COVID, RÁÐHERRA VILL REKA LÖGREGLUSTJÓRA OG ...

Núna hefst taka tvö talið er í sóttina og vandræðin vaxa svo eftir hverja nóttina.   Lögreglustjórinn er líklega í vanda logandi ófriður og allt í hnút En fimmtíumiljónum fær þó landa ef Óla rokkara kaupa út. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

FRELSI TIL DAUÐA EN EKKI LÍFS

Ófædd börn með engan rétt, Alþingismennirnir gnauða. Um lífið ei hafa haldið þétt, hugsa um frelsi til dauða. Kári    

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network). Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu  ...
LANDAKAUPAMÁLI EKKI LOKIÐ – VARLA HAFIÐ

LANDAKAUPAMÁLI EKKI LOKIÐ – VARLA HAFIÐ

Fyrir þinglok voru samþykkt á Alþingi lög um landakaup. Margir standa í þeirri trú að þar með sé búið að girða fyrir að erlendir auðkýfingar kaupi upp land á Íslandi eða íslenskir auðmenn safni jörðum á sína hendi. Hvorugt er rétt. Málinu er ekki lokið, það er varla hafið þótt málpípur auðmanna reyni að þyrla upp moldviðri og þá einnig stjórnmálamenn sem gjarnan vilja gefa í skyn að nú séu þeir lausir allra mála. Svo er ekki og má ekki vera. Þess vegna spyr ég í grein í Fréttablaðinu í dag hvenær næstu skref verði tekin ...
HVERNIG VÆRI AÐ HÆTTA AÐ AUGLÝSA?

HVERNIG VÆRI AÐ HÆTTA AÐ AUGLÝSA?

Veiran er aftur kominn á kreik og miklar spekúlasjónir um hvernig skuli brugðist við. Á að herða aftur á öllum samkomubönnunum, fjarlægðarkröfunum, skimunum og jafnvel ferðabanni? Fréttir herma að Kórónaveiran blossi nú upp í þeim löndum sem ferðamenn til Íslands koma einkum frá. Á að meina þeim að koma til Íslands? Hvernig væri að byrja á því að ...

STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi. RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands! Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

ENGINN TIL AÐ HAFA VIT FYRIR KJÁNUM

Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ... Jóel A.

ÞEGAR ÞJÓÐ ER HÖFÐ AÐ FÍFLI

Eins og ég skil þetta þá er nú auglýst í útlöndum að fólki standi til boða að öskra í míkrófón og verði gólinu útvarpið víðsvegar um Ísland. Þetta sé að frumkvæði auglýsingastofu sem ríkisstjórnin borgar henni fyrir í því skyni að vekja athygli á Íslandi. Bara einhvern veginn!  Nú vill svo til að þetta eru mínir peningar og þínir, skattpeningar okkar allra. Viljum við þetta? Varla eru fjárráðin ótakmörkuð þótt dómgreind ráðherranna sé það greinilega. Hvað voru þetta annars mikilr peningar sem þessi erlenda auglýsingastofa fékk? Veit það einhver? Mér finnst ég hafa ... Sunna Sara

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?   Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu. Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ... Jóhannes Gr. Jónsson