
GEFIÐ YKKUR NOKKRAR MÍNÚTUR TIL AÐ SKOÐA ÞESSAR MYNDIR
27.06.2022
Miðvikudaginn 22. júní var haldinn svokallaður hliðarviðburður, „side-event“ á þingi Evrópuráðsins í Strasborg um málefni Kúrda ... Auk mín töluðu á fundinum í Strasborg Dilek Öcalan, þingmaður HDP flokksins, þriðja stærsta stjórnmálaflokks Tyrklands sem Erdogan Tyrklandsforseti vill nú banna ... Þá talaði Raziye Öztürk, frá Asrin lögfræðistofunni ... Í ljósi þess að tyrkneski stjórnarherinn herjar nú daglega á byggðir Kúrda ... þá rifjaði ég upp að hið sama væri að gerast þar nú og gerðist í árásum Tyrkjahers á bæi og borgir Kúrda innan landamæra Tyrklands á árunum 2015-16. Þá eins og nú þagði heimurinn þunnu hljóði ...