31.03.2007
Ögmundur Jónasson
Ögmundur: Er til eitt einasta dæmi í heiminum um að auðhringur utan viðkomandi ríkis hafi tekið jafnvirkan þátt í kosningabaráttu um sjálfan sig og Alcan gerir nú? Veistu um nokkurt svona dæmi? Geturðu látið kanna þetta á vegum einhverra alþjóðlegra stofnanana? Væri það ekki bannað í einhverjum alþjóðlegum siðareglum fyrirtækja að aðhringur tæki þátt í atkvæðagreiðslu um sjálfan sig til dæmis í þróunarlöndunum? Þætti þetta ekki örugglega algerlega siðlaust? Hvernig stendur á því að ríkisstjórn Íslands stígur ekki fram og stoppar þennan yfirgang auðhringsins til dæmis með einu símtali? Í staðinn fer ríkisstjórnin í veislu austur á Reyðarfirði ekki af neinu öðru tilefni en því að með þvi móti telja ráðherrarnir sig vera að hjálpa systurhringnum í Hafnarfirði.