Fara í efni

Greinasafn

Október 2018

HEIÐVEIG REKIN

Heldur subbulegt sjómannafélag sýnir nú íhalds klærnar Kona ein vildi þar kosningaslag og ástæður (taldi) ærnar. Pétur Hraunfjörð

FINGRALÖNGUM ALLIR VEGIR FÆRIR

Í byrjun vikunnar mátti hlýða á samtal í útvarpi milli alþingismannanna Jóns Gunnarssonar og Bergþórs Ólasonar, sem báðir eiga sæti í samgöngunefnd Alþingis, um framtíðarsýn þeirra í vegamálum. Þeim Jóni og Bergþóri var mikið niðri fyrir. Vandinn væri gríðarlegur að vöxtum! Ég saknaði þess að ...

HVERN SKYLDI EIGA AÐ KLÓNA?

Að klóna Sám kannski vilja kunna lausn Dorit fann. Ef þau einhvern tíma  skilja erfingjarnir klóna hann. Pétur Hraunfjörð  
VISTKREPPA EÐA NÁTTÚRUVERND

VISTKREPPA EÐA NÁTTÚRUVERND

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.10.18. ...  Hlýnun jarðar var að sjálfsögðu mál málanna á nýafstaðinni Arctic Circle ráðstefnu, hinni sjöttu sinnar tegundar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, stendur fyrir. Framtak Ólafs Ragnars er stórmerkilegt og hlýtur að teljast til afreksverka eins og þau gerast mest ...  Arctic Circle er merkilegt framlag Íslands til umræðu sem er mannkyninu öllu lífsnauðsynleg í óhugnanlega bókstaflegri merkingu. Valkostirnir eru vistkreppa eða náttúruvernd eins og Hjörleifur Guttormasson sagði fyrir tæpri hálfri öld. Því miður reyndist hann sannspár ...

"JÁ, EN AMMA ...?

Birtist í Fréttablaðinu 23.10.18. S endiherrar átta NATO-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að ...

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð. manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar. þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó. í meira en fjögur ár ef allt er talið.

HVER ER SKOÐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um. Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á. þekju eins og þú orðar það.

AÐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008.
Píratar _ RUV

ÚTI Á ÞEKJU Í BOÐI RÚV OG PÍRATA

Eitt er víst að úti á þekju eru fréttastofa Ríkisútvarpsins og fulltrúi Pírata hjá Evrópuráðinu þegar kemur að málefnum Rússlands og Evrópuráðsins.

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést. upp sultarkjörin skal hífa. Og auðvitað væri það lang-lang best. ef leiddi þar starfið Drífa.. Höf.  Pétur Hraunfjörð.