25.01.2014
Ögmundur Jónasson
Í gær var borinn til grafar merkur maður, Guðni Guðnason frá Eyjum í Kjós.. Um Guðna voru skrifaðar minningargreinar sem lýsa hlýjum og gáfuðum manni, síðasta „alvörukommúnistanum" á Íslandi; manni „sem lifði í góðu samræmi við lífsskoðun sína, gerði litlar kröfur til lífsgæða, þurfti lítið, gaf ríkulega, eignaðist ekkert." Í einni greininni segir: „Ef lýsa ætti Guðna með hliðsjón af almennri viðmiðun væri sannarlega rétt að segja að hann hafi verið félagshyggjumaður sem lifði alla tíð samkvæmt þeirri sannfæringu sinni að jöfnuður ætti að ríkja milli manna.