Föstudagskvöldið 25. september greip ég Fréttablað dagsins til að fletta meðan ég horfði með öðru auganu á söfnunardagskrá ríkissjónvarpsins „Á rás með Grensás".
Samhliða niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni berast fréttir af því að einkaframtakið ætli að hefja sig til flugs með einkasjúkrahúsum í gríðarlegu umfangi.
Svolítð erfitt er að átta sig á Staksteinum Morgunblaðsins í dag að öðru leyti en því að ritstjóri blaðsins tekur þar undir með forystu Sjálfstæðisflokksins um að álitamál sé hvort sá flokkur eigi yfirleitt nokkra samleið með ríkisstjórninni í Icesave-málinu.
Á að setja bráðabirgðalög um Icesave í fullum trúnaði? Eru allir búinir að tapa sér í leynimakki? Menn geta gefið eftir í Icesavemálum, en ekki með því að rjúfa trúnað við þjóðina og lýðræðið.
Icesave er ekki mál sem afgreitt er í eitt skipti fyrir öll. Sú var ekki raunin þegar fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins gekk að ítrustu kröfum Hollendinga og Breta síðastliðið haust - í október.