23.12.2019
Ögmundur Jónasson
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.12.19. og í Morgunblaðinu 23.2019. Rauði kross Íslands hefur ákveðið að efna til söfnunarátaks vegna neyðar af völdum þurrka og skógarelda í Namibíu. Af þessu tilefni lögðu margir við hlustir. Kannski vegna þess að í ljós hefur komið að Íslendingar hafa verið að skrifa sögu sína í því landi á sambærilegan hátt og nýlenduríki Evrópu skrásettu sína sögu með gjörðum sínum, einkum á nítjándu og tuttugustu öldinni, en einnig fyrir þann tíma og síðar, allt fram á okkar dag, um alla Afríku, víða í Asíu og Rómönsku Ameríku. Á nú að næla sér í syndaaflausn? Þetta voru ...