Fara í efni

Greinasafn

Ágúst 2007

"ÞEGAR BYSSURNAR ERU ÞAGNAÐAR"

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og  formaður Samfylkingarinnar telur það vera sérstakt keppikefli að hnýta Ísland enn fastar inn í hernaðarbandalagið NAT'Ó.

LÝÐRÆÐIÐ FYRIR BORÐ BORIÐ

Þau tíðindi áttu sér stað á fundi Orkuveitunnar í gær að lögð var fram tillaga um að breyta fyrirtækinu úr sameignarfélagi í hlutafélag.

"EKKI Á ÞESSU KJÖRTÍMABILI...."

Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík sagði í fréttum í kvöld að þótt Orkuveita Reykjavíkur yrði gerð að hlutafélagi þá yrði hún ekki seld á þessu kjörtímabili.

LÚÐVÍK: SAMEINUÐ SAMFYLKING GEGN VATNALÖGUM

Það gladdi mig að heyra í fréttum hve jákvæður þú varst í garð Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra og Samfylkingarmanns vegna ákvörðunar hans um að fram fari endurskoðun vatnalaganna.
ÞEGAR HIN ÞÖGLA BARÁTTA FÆR ANDLIT

ÞEGAR HIN ÞÖGLA BARÁTTA FÆR ANDLIT

Fyrir fáeinum dögum hlýddi ég á Eduardo Grutzky flytja fyrirlestur um mannréttindamál í Norræna húsinu í Reykjavík.
EN HVAÐ FINNST HÖFUNDI REYKJAVÍKURBRÉFS UM ÞENNAN MANN?

EN HVAÐ FINNST HÖFUNDI REYKJAVÍKURBRÉFS UM ÞENNAN MANN?

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um síðastliðna helgi er athyglisvert. Það fjallar um stjórnarhætti í Rússlandi og þá sérstaklega undir Pútín núverandi  Rússlandsforseta.

VAKNIÐ ÍSLENDINGAR!

Sæll Ögmundur ... Ég þakka ágætar greinar á vefsíðunni þinni, annars vegar undir fyrirsögninni “BAKSTUR ORKUMÁLASTJÓRA” og hins vegar "MILLJARÐAGRÓÐI : HVAÐA LÆRDÓM MÁ DRAGA?" Þarna koma fram staðreyndir sem áríðandi er að þjóðin geri sér glögga grein fyrir! Málið er að þeir sem ætla sér að innleiða þjóðfélag á Íslandi sem stjórnast eingöngu af “markaðslögmálinu,” auðvaldi, og að það verði eina viðmið í allri ákvarðanatöku hvort sem er hjá einstaklingum eða fyrir þjóðfélagið í heild eru í besta falli kjánar og óvitar í versta falli eitthvað miklu verra því í mínum huga er þetta beinlínis glæpsamlegt atferli.

MILLJARÐAGRÓÐI – HVAÐA LÆRDÓM MÁ DRAGA?

Birtist í Morgunblaðinu 27.08.07.Í Fréttaviðtali fyrir nokkrum dögum lýsti Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, á myndrænan og lifandi hátt hve gríðarmikill hagnaður Kaupþings banka hefði verið á síðasta ári í þjóðhagslegu samhengi.

BAKSTUR ORKUMÁLASTJÓRA

Birtist í Morgunblaðinu 25.08.07.Hinn 1. ágúst sl. var viðtal við Þorkel Helgason orkumálastjóra í Spegli Ríkisútvarpsins.

HLEGIÐ Í BETRI BÍL

Sæll og blessaður Ögmundur.Nokkuð er nú rætt um kostnað við kaup útvarpsstjóra á bifreið sem hann kaus sér þegar Ríkisútvarpið var enn ríkisstofnun og ekki ohf.