28.08.2007
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur ... Ég þakka ágætar greinar á vefsíðunni þinni, annars vegar undir fyrirsögninni “BAKSTUR ORKUMÁLASTJÓRA” og hins vegar "MILLJARÐAGRÓÐI : HVAÐA LÆRDÓM MÁ DRAGA?" Þarna koma fram staðreyndir sem áríðandi er að þjóðin geri sér glögga grein fyrir! Málið er að þeir sem ætla sér að innleiða þjóðfélag á Íslandi sem stjórnast eingöngu af “markaðslögmálinu,” auðvaldi, og að það verði eina viðmið í allri ákvarðanatöku hvort sem er hjá einstaklingum eða fyrir þjóðfélagið í heild eru í besta falli kjánar og óvitar í versta falli eitthvað miklu verra því í mínum huga er þetta beinlínis glæpsamlegt atferli.