Fara í efni

Greinasafn

Janúar 2020

LÍFSKJÖR MYNDU BREYTAST ÞÁ

Tilefni er jú tvímælalaust að taka höndum saman. Hefjum öll upp háa raust og heftum Kvóta gaman. Byggðarkvóta nú bráðliggur á Þá batnar dreifbýlisvandi. Lífskjör mín myndu breytast þá og margra úti á landi. Höf. Pétur Hraunfjörð.
UM KVÓTANN FYRIR FULLUM SAL Á AKRANESI

UM KVÓTANN FYRIR FULLUM SAL Á AKRANESI

... Myndin að ofan sýnir hluta fundarmanna en að neðan má sjá Vilhjálm Birgisson, verkalýðsleiðtoga, sem fyrstur tók míkrófóninn úr sal og flutti upplýsandi eldræðu um stöðu mála á Akranesi sem misst hefur frá sér veiðiheimildir sem gert hefur það að verkum að útgerð er að leggjast niður á sjálfum Skipaskaga. Fleiri eldræður voru fluttar og fram settar upplýsingar sem vörpuðu ljósi á viðfangsefnið. Þótt ýmis sjónarmið kæmu fram ...
ÉG GEKK Í ÞJÓÐKIRKJUNA Í VIKUNNI

ÉG GEKK Í ÞJÓÐKIRKJUNA Í VIKUNNI

Birtist í  helgarblaði Morgunblaðsins 01/02.02.20. ...  Auðvitað á hver maður að geta iðkað þá trú eða stundað þá lífsskoðun sem hann vill. Sjálfur hef ég hins vegar viljað hafa fyrirkomulag sem dregur úr vægi trúarstofnana í hinu veraldlega lífi en styrkir jafnframt hin hófsömu og velviljuðu öfl innan trúarbragðanna ...

GUNNAR SMÁRI KEMUR Á ÓVART

Ég sótti fund þinn í Þjóðmenningarhúsinu um kvótann fyrir skömmu. Fyrir fundinn fannst mér það orka tvímælis að fá Gunnar Smára Egilsson, sósíalistaforingja, til að flytja höfuðerindið á fundinum. Ég verð hins vegar að segja að mér þótti hann gera þetta mjög vel, ný og góð og róttæk nálgun. Ekkert galdrabrennutal en krafa um uppstokkun á kerfinu í anda yfirskrifatar fundarins: Kvótann heim! Þessu er ég sammála. Jóel A.
KVÓTAFUNDURINN Á AKRANESI Í ÞESSU HÚSI

KVÓTAFUNDURINN Á AKRANESI Í ÞESSU HÚSI

Í þessi glæsilega húsi á Akranesi, Gamla Kaupfélaginu , Kirkjubraut 11, fer fram Akranesfundurinn um kvótann: Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim í hádeginu laugardaginn 1. febrúar, klukkan 12-14. Sjá nánar hér...
SKESSUHORN GREINIR FRÁ KVÓTAFUNDI

SKESSUHORN GREINIR FRÁ KVÓTAFUNDI

Vefsíða Skessuhorns greinir í dag frá opna fundinum á Akranesi á laugardag um kvótakerfið sem sagt hefur verið frá hér á síðunni. Hann er í fundaröðinni til Róttækrar skoðunar og ber yfirskriftina: Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim! Frétt Skessuhorns er hér...  
SKESSUHORN UM HÁDEGSIFUND Á AKRANESI Á LAUGARDAG

SKESSUHORN UM HÁDEGSIFUND Á AKRANESI Á LAUGARDAG

Í dag birti Skessuhorn grein eftir mig þar sem ég kynni fyrirhugaðan fundum kvótann á  Akranesi á laugardag. Þar segir meðal annars:   “Nú stendur til að efna til fundar á Akranesi í Gamla Kaupfélaginu, næstkomandi laugardag …Ég leyfi mér að hvetja Skagamenn til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umærðu um þetta brennadi málefni sem Akranes þekkir svo vel af eigin raun. Fundurinn hefst klukkan tólf og stendur í tvo tíma …  Grenina má nálgast hér ...

GÓÐ UPPRIFJUN, GÓÐ SPURNING!

Afhverju var þessu máli ekki áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma sem fjallað var um í þessari grein ,,Kvótakerfið hangir á bláþræði'' fyrir bráðum 14 árum ? Úgerðarmenn þorðu ekki með málið lengra því Hæstarréttur hefði líklega staðfest dóminn sem hefði líklega framkallað bankahrun 2 árum áður en bankahrunið varð flestum ljóst í okt. 2008  https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067864/ B aldvin Nielsen
NÆSTI KVÓTAFUNDUR Á AKRANESI Á LAUGARDAG

NÆSTI KVÓTAFUNDUR Á AKRANESI Á LAUGARDAG

Á laugardag verður fundur um mál málanna á Akranesi, Kvótann heim! Allir eru velkomnir á fundinn. Talsvert hefur verið beðið um að fá þessa umræðu sem víðast og er í undirbúningi að bregðast við slíkum áskorunum. Eitt er víst að ...
GERUM ÍSLAND HEILT Á NÝ

GERUM ÍSLAND HEILT Á NÝ

Á samfélagsmiðlum sé ég að menn leggja mismunandi skilning í uppsláttarfyrirsögn DV þar sem vísað er í viðtal við mig inni í blaðinu. (Nú er búið að birta viðtalið í heild á vefsíðu, sjá slóð að neðan.) Þar er ég spurður út í fundi mína um kvótakerfið. Eins og fram hefur komið og á enn eftir að koma fram - því fundirnir eru rétt að hefjast - hef ég fengið   Gunnar Smára Egilsson , blaðamann, með mér til fundahalda undir þessari fyrirsögn, sem reyndar er botnuð:   Kvótann heim.  Það þýðir   í fyrsta lagi   að ...