Fara í efni

Greinasafn

September 2006

LAUSNIN ER Í HAFNARFIRÐI

Það ríkir einkennilegur dapurleiki í samfélaginu þessa sólarhringa. Ómar Ragnarsson hefur vakið svo rækilega athygli á því sem er að gerast við Kárahnjúka að lengi verður í minnum okkar – sem erum sandkorn og dropar þegar kemur að stórum ákvörðunum, haft.

ÖR Á ÞJÓÐARSÁLINNI

Blessaður.Mér finnst sjálfsögð sú krafa að Alþingi verði kallað saman áður en fyllt verði á Hálslón. Í fyrsta lagi til að ákveða hvort þörf sé á rannsókn á öllu ferlinu og í framhaldi hvort ekki eigi að fresta fyllingu lónsins á meðan rannsóknarnefnd Alþingis kanni málið.

ÉG HELD HANN HEITI DOFRI...

Félagi Ögmundur !Mér finnst hafa farið lítið fyrir þér að undanförnu og hef áhyggjur af því. Var að velta því fyrir mér hvort þú hefðir fengið flensuskítinn sem sagt er að Guðni Ágústsson hafi legið í að undanförnu.Hvað um það; ert þú enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að reyna að sameina vinstri menn og græningja? Ég sé ekki betur en allskonar lið sé nú orðið óskaplega grænt og sjái ekkert því til fyrirstöðu að sameina bæði umhverfisverndina og þjónkun undir alheimskapítalið.

Í DAG FÓR HERINN – EN EKKI ARFLEIFÐIN

Bandaríski herinn er horfinn af landi brott, góðu heilli. Sögu hersetunnar á hins vegar eftir að gera skil. Það verður ekki gert fyrr en öll kurl eru komin til grafar.

AÐFÖRIN AÐ JÖKULSÁNUM Í SKAGAFIRÐI AFTUR Á FULLA FERÐ

Iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins er illa upplýstur og  fer með ósannindi um stöðu virkjanamála í Skagafirði.

MEÐ KÁRAHNJÚKA Á HEILANUM?

Er Kárahnjúkavirkjun hægra og vinstra hvel allrar hugsunar hjá VG ?KalliÞakka þér bréfið Kalli. Það er stutt og laggott.
ÍTALÍUÞANKAR

ÍTALÍUÞANKAR

Á þriggja ára fresti efna forsvarsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar til ráðstefnu þar sem þeir bera saman bækur sínar og leggja á ráðin um baráttu á komandi árum fyrir sameiginlegum málefnum.

Rúnar Sveinbjörnsson: ÁBENDINGAR TIL LEYNIÞJÓNUSTU RÍKISINS

Það er þekkt aðferð í stjórnmálum að skírskota til fortíðarinnar. Það gera margir stjórnmálamenn til að rökstyðja skoðanir sínar og fyrirætlanir, einnig grípa þeir til þjóðarsögunnar á hátíðastundum og eins  þegar þeir eru með einhver leiðindamál á bakinu.
HORFT TIL KÁRAHNJÚKA AF HLAÐINU Á HÓLUM Í HJALTADAL

HORFT TIL KÁRAHNJÚKA AF HLAÐINU Á HÓLUM Í HJALTADAL

„Ég er hrædd um að þau sem ganga um Kárahnjúkasvæðið í nánustu framtíð og lesa á skilti hér rann Kringilsá, hér féll Tröllafoss, hér var Hafrahvammagljúfur, blessuð sé minning þeirra, muni ekki líta á verkið sem sjálfsbjargarviðleitni rísandi þjóðar heldur grátlegan hroka velmegunarríkis sem kunni sér ekki magamál.“ Þetta eru niðurlagsorðin í áhrifaríkri útvarpsmessu frá Laugarneskirkju í dag þar sem séra Hildur Eir Bolladóttir prédikaði.Í ræðu sinni lagði hún út af kennisetningunni að ekki sé hægt að þjóna tveim herrum.

FREISTINGIN OG KÁRAHNJÚKAR

Birtist í Morgunblaðinu 21. september 2006Í magnaðri grein sem birtist í Morgunblaðinu nýlega eftir dr. Gunnar Kristjánsson prófast og prest á Reynivöllum í Kjós, Stríð streymir Jökla, dregur höfundur fram þá togstreitu sem iðulega hefur verið á milli manns og náttúru.