Fara í efni

Greinasafn

Ágúst 2019

ER NÁTTÚRUVERNDIN ORÐIN GEGNSÝRÐ FLOKKSPÓLITÍK?

ER NÁTTÚRUVERNDIN ORÐIN GEGNSÝRÐ FLOKKSPÓLITÍK?

Eitt af því sem ég á erfitt með að fá botn í er afstaða/afstöðuleysi náttúruverndarsamtaka til þess að Íslendingar undirgangist evrópskan orkumarkað með öllum þeim hvötum sem þar era ð finna til hámarks virkjunar orku/náttúrugersema. Í grein   Arnar Þorvaldssonar   sem í dag birtist í netútgáfu Fréttablaðsins segir m.a. :   “Auk þess sem þegar hefur verið nefnt, furðar það undirritaðan að umhverfisverndarsamtök á Íslandi séu ...
Í NAFNI ORKUNNAR OKKAR

Í NAFNI ORKUNNAR OKKAR

Nú líður að atkvæðagreiðslu um Orkupakka3 og er tilfinningin svipuð og í aðdraganda annarra pakka frá fyrri tíð, sem minna um sumt á þennan nýjasta, svo sem hlutafélagavæðing Símans, “sem aldrei átti að selja”, og ríkisbankanna h/f sem aðeins átti “að formbreyta, ekki selja.” Nú er að sögn á ferðinni smávægileg formbreyting á fyrirkomulagi orkumála sem engin áhrif hefur. Ég hef gert nokkuð af því að koma á framfæri sjónarmiðum grasrótarsamtakanna, Orkunnar okkar. Þannig áttum við nokkur fulltrúar Oo ...
LOFSVERT FRAMTAK KLAGEMAUER TV

LOFSVERT FRAMTAK KLAGEMAUER TV

... Í þessu samhengi er skiljanlegt að Klagemauer TV skuli hafa fylgst sérstaklega með umræðu um Orkupakka 3 (og þá einnig tilraunir til að þagga þá umræðu).Hér má nálgast opinn umræðufund um orkupakka 3 á Selfossi fyrir skemmstu á vegum Miðfloksins en á  komum við nokkur fram í nafni baráttusamtakanna Orkan okkar ...
17 – 0 FYRIR KÁRA!

17 – 0 FYRIR KÁRA!

Á tæpu ári hafa birst 17 greinar hér á síðunni í dálkinum  Frjálsir pennar   eftir Kára um þriðja orkupakkann.   Í greinunum hefur höfundur kafað í alþjóðalög og þá sérstaklega Evrópurétt til að varpa ljósi á Orkupakka 3, hverjar skuldbindingar eru í honum fólgnar.   Sjálfum hefur mér fundist Kári mjög sannfærandi enda talar hann af mikilli þekkingu og rökvísi um málefnið.   Þess vegna titillinn!   Ég hvet öll þau sem ekki hafa lesið greinar Kára að kynna sér þær en slóðir sem vísa á þær eru hér fyrirneðan.   Enginn véfengir að ...

EINN Á MÓTI ÞREMUR

Ef forsetinn fengi millur þrjár færi launaskriðið að virka Og Halldór B yrði heldur sár ef hækkuðu laun öryrkja.  Höf. Pétur Hraunfjörð.
STENDUR TIL AÐ BIÐJA KJARARÁÐ AFSÖKUNAR?

STENDUR TIL AÐ BIÐJA KJARARÁÐ AFSÖKUNAR?

Birtist í helgarblaði Morgunblðasins 31.08/01.09.19. Fyrir nokkrum árum varð mikið uppnám á Alþingi þegar til umræðu voru teknar boðsferðir bankastjóra með vini og vildarmenn í dýrar laxveiðiár. Í umræðunni á þingi voru þung orð látin falla um spillingu.  Fljótlega kom í ljós að það voru ekki laxveiðarnar sem fóru fyrir brjóstið á gagnrýnendum heldur hvernig að boðsferðunum var staðið. Þær höfðu nefnilega ekki verið færðar til bókar í fundargerðum bankaráðanna með tilhlýðilegum hætti.   Svo var því kippt í liðinn sem að sjálfsögðu  ...

NOKKUR ATRIÐI SEM ÞINGMENN ÆTTU AÐ VELTA ALVARLEGA FYRIR SÉR - ORKUPAKKI 3

Eins og mörgum er kunnugt er fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann næstkomandi mánudag. Eftir að hafa horft á umræður frá Alþingi, nú í kvöld, er ljóst að of margir þingmenn eru alveg úti að aka í umræðunni og virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því hvað þar er um að ræða. Talsmenn Pírata eru t.a.m. í „stjarnfræðilegri“ fjarlægð frá inntaki málsins [fastir í sínu fari]. Sama á við um talsmenn VG sem greinilega eru í afneitun og hvorki geta né vilja skilja heildarsamhengi hlutanna. Það á einnig við um flesta talsmenn Sjálfstæðisflokksins og framsóknar.  Þar er gjarnan vísað í  ...
SNORRI INGIMARSSON: LIFIR ÞÓTT HANN DEYI

SNORRI INGIMARSSON: LIFIR ÞÓTT HANN DEYI

...  Snorri er vinum sínum mikill harmdauði. Kannski er það vegna afneitunar á því að bráðasjúkdómur skyldi verða honum að aldurtila svo snögglega, en þannig er því varið með mig, að einhvern veginn finnst mér ekki ganga upp að segja að Snorri Ingimarsson sé allur. Hann er það nefnilega ekki í mínum huga og hygg ég að þar mæli ég fyrir munn margra ...

MÁ BJÓÐA ÞÉR UPP Á SKYR?

Skyrið góða bjóða skalt og skrauthænu eggin Líka mjöðinn íslengst malt máttu troða í segginn. Höf. Pétur Hraunfjörð.

Þingmenn gegn þjóðinni - Orkupakki 3

Lokast núna lásinn hrings, lygi stunda kappar. Enda bráðum utan þings, aumir svikahrappar. Að auðlindum þjóðar er opnun greið, illa er á málum haldið. Fjárglæframennirnir fundu sér leið, fara með dagskárvaldið. ... Kári