Fara í efni

Greinasafn

Mars 2019

Á ÖGURSTUNDU Í ORKUMÁLUM

Á ÖGURSTUNDU Í ORKUMÁLUM

Um aldamótin hófst mikil óheillaganga í orkumálum í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta var löngu eftir að EES-samningurinn var gerður á fyrstu árum tíunda áratugar síðustu aldar enda kemur á daginn að margir þeirra sem stóðu að þeim samningi vara nú við markaðsvæðingu orkunnar og þar með samþykkt 3. orkupakka sem svo er nefndur .  Á laugardaginn kl. 12 verður boðið til fundar um þetta málefni í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík sem hér má sjá auglýstan. Allir eru  

VALKYRJAN DRÍFA OG SÖNGKÓR Á ALÞINGI

Flugfreyjur nú fengu styrk fólkinu vildi hlífa Á neyðarstundu virðist virk valkyrjan ´ún Drífa. Þar vandræðin ei virðast stór úr væntingum eru að springa Því alþingi reynir að stofna kór og auðvitað stjórnar Inga. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

SKÖPUNERVERK KAPÍTALISMANS

Ég er þér sammála um Láglauna-Ísland. Kapítalistunum bregður í brún þegar þeir eru neyddir til að horfast í augu við það samfélag sem þeir hafa skapað! Jóhannes Gr. Jónsson 

STÖKUR AF AUGLJÓSU TILEFNI

Þreföld launin heimta þar Það er í takt við stritið. Braggamálið jú brösótt var og bæta á fjármálavitið. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
30. MARS 1949

30. MARS 1949

Sjötíu ár eru nú liðin frá því að lögregla veittist að almenningi sem safnast hafði saman fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli til að mótmæla því að Ísland gengi í NATÓ. Almenn þjóðaratkvæðagreiðsla var ekki á dagskrá og skyldi málið keyrt í gegnum þingið. Þessu skyldi mótmælt á Austurvelli. Þeim mótmælum var mætt með táragasi lögreglunnar. Í kjölfarið var efnt til réttarhalda þar sem tuttugu manns hlutu dóma (24 voru ákærðir) . Ekki mun hafa verið skortur á ljúgvitnum við þau ...

LÖG UM STEFNUMÓT, VIÐREYNSLU OG KYNNI

... Megintilgangur þessa frumvarps, og hér liggur fyrir, er að stofnanabinda allt sem lýtur að stefnumótum, viðreynslu og kynnum. Málaflokkurinn færist undir valdsvið sérstakrar ríkisstofnunar, Káfstofnunar ríkisins. Með lögunum er í fyrsta skipti á Íslandi skilgreint hvernig stefnumótum skuli háttað, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til stefnumóta og mögulegra kynna í framhaldi af þeim. Öllum sem hyggja á stefnumót/kynni verður gert skylt að framvísa sérstöku eyðublaði („rauða eyðublaðinu“) við þann aðila sem þeir fella hug til ...
LÁGLAUNA-ÍSLAND ORÐIÐ SÝNILEGT

LÁGLAUNA-ÍSLAND ORÐIÐ SÝNILEGT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.03.19. ... Og nú vildu hjúin uppá dekk: “Óbreytt kjör, engin vinna!”. Þetta var og er krafan á kröfuspjöldunum sem oftar en ekki eru á erlendum málum. Hvers konar ósvífni! Erum við ekki á Íslandi? Er íslenska ekki okkar tunga? Hvað er að gerast hjá verkalýðshreyfingunni, hvað er að þar á bæ? ...

SPURT OG SVARAÐ

Í Morgunblaðsgrein 30. Mars spyrð þú: "hvers konar þjóðfélag íslenskir kapítalistar hafa verið að þróa hér með offorsi, tilætlunarsemi, frekju og takmarkalausri græðgi" Nú hefur þú verið í forsvari fyrir launasamtök sem hafa gert skýlausa kröfu um menntun verði metin til verðleika, að prófgráða stýri launataxta en eiginlegur afrakstur komi hvergi nærri. Hvernig samrýmist krafan um hækkun ... Arnar Sigurðsson
RÍKISSTJÓRNARFLOKKARNIR VERÐA AÐ SVARA!

RÍKISSTJÓRNARFLOKKARNIR VERÐA AÐ SVARA!

Birtist í Bændablaðinu 29. 03.19. Komin er upp sérkennileg staða á Íslandi varðandi framtíðarskipulag orkubúskaparins. Af hálfu ríkisstjórnar landsins stendur til að keyra í gegnum Alþingi nokkuð sem kallast orkupakki þrjú en hann er þriðja varðan á leið Evrópusambandsins til markaðsvæðingar orkuauðlindarinnar … Hvers vegna eruð þið að þessu yfirhöfuð? Þessu verðið þið að svara! Spurningu minni beini ég til ráðherra ríkisstjórnarinnar og alþingismanna. Það er ekkert í EES-samningnum sem knýr ykkur til að gera þetta,  ekkert! … 
Í FULLRI VINSEMD: ÞARF EKKI AÐ HEMJA SIG ÖGN Í LOFGJÖRÐINNI UM ESB/EES?

Í FULLRI VINSEMD: ÞARF EKKI AÐ HEMJA SIG ÖGN Í LOFGJÖRÐINNI UM ESB/EES?

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, samfagnaði um helgina leiðtogum ESB og EES í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá inngöngu Íslands í EES. Hún sagði:   „Heil kyn­slóð Íslend­inga geng­ur út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hvar sem er á evr­ópska efna­hags­svæðinu ólíkt því sem áður var…”  Sjálfur er ég af kynslóð Íslendinga sem komst til vits og ára áður en EES samningurinn varð að veruleika. Ég stundaði nám í Bretlandi ...