
Á ÖGURSTUNDU Í ORKUMÁLUM
01.04.2019
Um aldamótin hófst mikil óheillaganga í orkumálum í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta var löngu eftir að EES-samningurinn var gerður á fyrstu árum tíunda áratugar síðustu aldar enda kemur á daginn að margir þeirra sem stóðu að þeim samningi vara nú við markaðsvæðingu orkunnar og þar með samþykkt 3. orkupakka sem svo er nefndur . Á laugardaginn kl. 12 verður boðið til fundar um þetta málefni í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík sem hér má sjá auglýstan. Allir eru