27.09.2019
Ögmundur Jónasson
Í tilefni þess að réttur aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að Evrópuráðið setti á laggirnar nefnd til að takast á við skort á umburðarlyndi og kynþáttamisrétti, European Commission on Racism and Intolerance, ECRI, var í vikunni efnt til sérstakrar ráðstefnu þar sem spurt var hvert stefndi í þessum efnum og hvort orðið hefðu framfarir á undanförnum tuttugu og fimm árum eða þvert á móti afturför, og í samhengi við það hvernig til hefði tekist í starfi ECRI. Þarna voru saman komnir ...