Fara í efni

Greinasafn

Mars 2022

ÚKRAÍNA Í TAFLINU MIKLA

Við heyrum það alls staðar, Úkraínudeilan snýst um yfirgang og árásarhneigð einræðisherrans í Kreml gagnvart varnarlitlu sjálfstæðu grannríki hans, Úkraínu. Yfirgang sem jafnframt  er «ógn við öryggi í Evrópu” eins og utanríkisráðherann okkar segir.  Já, deilan snýst um frelsi og valkosti Úkraínu. En hún snýst um fleira. Um öryggi Rússlands, eins og Pútín klifar á. Hún snýst líka um grundvöll bandalagsins NATO og um þenslu þess í austur – og um hlutverk Bandaríkjanna í Evrópu ...
140 ÁRA OG ER ENN ÆTLAÐ LANGT LÍF

140 ÁRA OG ER ENN ÆTLAÐ LANGT LÍF

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/27.02.22. Undir magnaðri mynd úr Skagafirði “í töfrabirtu” stendur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og lýsir “sexföldun framleiðslu” hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á undanförnum þremur áratugum. Forvígismaðurinn á “skagfirska efnahagssvæðinu” vill greinilega minna á að þótt kaupfélögin hefðu “verið allt í öllu” á öldinni sem leið þá sé fjarri því að þau hafi sagt sitt síðasta. Þeir eru fleiri  ...
OPINN FUNDUR UM VINSTRI STJÓRNMÁL Á LAUGARDAG

OPINN FUNDUR UM VINSTRI STJÓRNMÁL Á LAUGARDAG

Í ársbyrjun 1995 var haldinn kraftmikill fundur á Hótel Borg í Reykjavík. Fundarefnið var að leita svara við því hvernig glæða mætti róttæka vinstri pólitík í landinu. Nú skal spurt ...
NÚ ÞARF ANNAN FUND Á HÓTEL BORG OG SVO MARGA FLEIRI!

NÚ ÞARF ANNAN FUND Á HÓTEL BORG OG SVO MARGA FLEIRI!

... A flið sem um ræðir og þarf að virkja kemur frá almenningi. Það afl þarf súrefni og súrefnið kemur með opinni umræðu ekki í leyndarspjalli. Leyndarspjall í langan tíma færir okkur inn í draumaland peninganna, vogum vinnur vogum tapar, hver er sinnar gæfu smiður ...  Nú þarf annan fund á Hótel Borg. Og síðan fleiri fundi. Vinstrafólk á ekki að láta drepa í sér logann heldur glæða hann. Við þurfum að læra af reynslunni og snúa vörn í sókn og þá sókn þarf að hugsa til langs tíma. ...
AÐ LOKINNI “HEIMSÓKN” TIL TYRKLANDS

AÐ LOKINNI “HEIMSÓKN” TIL TYRKLANDS

Á sunnudag fyrir rúmri viku og svo á mánudeginum tók ég þátt í svokallaðri  Imrali sendinefnd   til Tyrklands. Heimsóknin var um netið í annað skiptið vegna ferða- og fundatakmarkana af völdum kóvid faraldursins. Í sendinefndinni voru átján fulltrúar og hefur hún ekki verið svo fjölmenn til þessa. Á myndinni má sjá hluta þátttakenda í umræðum.  Imrali er fangaeyjan þar sem ...
ÞÓRDÍS, BLINKEN OG GUÐNI TH. UM ÚKRAÍNU OG VINI OG ÓVINI ÍSLENDINGA

ÞÓRDÍS, BLINKEN OG GUÐNI TH. UM ÚKRAÍNU OG VINI OG ÓVINI ÍSLENDINGA

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra Íslands ætlar ekki að verða eftirbátur forvera síns í utanríkisráðuneytinu hvað varðar fylgispekt við NATÓ og Bandaríkjastjórn. Yfirlýsingar í tengslum við fundi NATÓ og símtöl við Blinken utanríkisráherra BNA bera þess vott að núverandi ríkisstjórn ætlar áfram að líma sig upp að þessum aðilum hvað sem líður stríðsæsingartali þeirra. Íslendingar muni standa með öllum sínum “vinaþjóðum” gegn Rússum ...

STYTTIST Í GAMLA FARIÐ

Frjálshyggju stefinu stefnum að styttist í gamla farið Nú bankasalan er kominn á blað Íhaldið tók af skarið. Nálgumst brátt næsta hrun nú selja ætla banka Hér Elítunni er mikið í mun okkar eignum sanka. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

AFGANISTAN - SKRUMSKÆLT SKAÐRÆÐI

2.3billjarða dala spillingarveisla stóð innan BNA jafnt og í Afganistan frá 2001 til veisluloka í ágúst 2021. Línurnar lagði einkum Dick Cheney ásamt Bush og Rumsfeld, en innrás BNA í Olíu-Irak tafðist smávegis. ( Sem Dick Cheney þótti þó miður). Umrætt þríeyki í BNA valdi fyrrum ráðamann í röðum Talibana, skúrkinn Hamid Karzai, sem valdamikinn leppforseta í Afganistan. Sá dreifði völdum og fjármagni til stríðsherra, héraðsstjóra, lénshöfðingjavalds ... 
SNÚAST ÞARF FRÉTTAFRESLI TIL VARNAR

SNÚAST ÞARF FRÉTTAFRESLI TIL VARNAR

...  Um leið og ég tek ofan fyrir framangreindri þrenningu og mörgum öðrum sem þessum málum tengjast og þakka fyrir mig minni ég sjálfan mig og aðra á það að þrátt fyrir þessi formálsorð skiptir engu máli hvað mér finnst um þessa fjölmiðla og þá sem þar starfa. Það sem skiptir máli er að samfélagið allt snúist til varnar fyrir þeirra hönd og allra þeirra sem á að svipta málfrelsinu eða gera svo tortryggilega að þeir fái ekki þrifist ...
ÞAKKIR TIL NJÁLS OG JÓNU

ÞAKKIR TIL NJÁLS OG JÓNU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.02.22. ...  Kannski förum við líka að ræða sannleika og fals um Úkraínu, Sýrland, Kúrda, Líbíu og NATÓ og gerðumst þá hugsanlega fyrir vikið gagnrýnni á Reuters, AP, Moggann, RÚV, Guardian, Washingotn Post og BBC. Í öflugustu fjölmiðlum heimsins er að mínu mati nefnilega miklu logið. Hamarð á falsi daginn út og daginn inn. Viðbrögðin eiga hins vegar ekki að vera krafa um þöggun heldur kröftug umræða um rétt og rangt, satt og logið. Ef að líkum lætur verður  ...