30.01.2005
Ögmundur Jónasson
Málflutningur Framsóknarflokksins vekur sífellt meiri furðu hjá öllum þeim sem fylgjast með framgöngu hans. Ekki er nóg með að formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, sé ein hrópandi mótsögn við sjálfan sig nánast frá degi til dags, heldur er Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og bankamálaráðherra, ekki síðri formanninum í að tefla sjáfri sér upp í mótsögn við sjálfa sig.