
AFMÆLISMÁLÞING Í NORRÆNA HÚSINU
24.07.2018
Í tilefni af 70 ára afmæli mínu efndi ég til málþings í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem staða mála í verkalýðs- og stjórnmálum "var tekin út". Spurt var hvort svo væri ef til vill komið fyrir velferðarþjóðfélaginu, það svo skekið af einkavæðingu og niðurskurði, að hreinlega þyrfti að finna það upp á nýjan leik.