24.09.2021
Ögmundur Jónasson
... Ég leyfi mér að fullyrða að áhuginn á persónu og mannorði Gunnars Smára Egilssonar er ekki sagnfræðilegur, hvað þá siðferðilegur. Áhuginn snýr að því sem Gunnar Smári segir í dag, ekki því sem hann kann að hafa sagt í gær. Og þá liggur beint við að spyrja. Hvers vegna ekki ráðast á manninn beint fyrir það sem hann hefur til málanna að leggja núna? Gæti verið að menn vilji forðast þá umræðu? Og hver skyldi sú umræða vera? Ég gef mér að það sé kvótinn ...