Þá er árið 2009 á enda runnið og framundan nýtt ár. Á þessum tímamótum dagatalsins lítum við yfir farinn veg jafnframt því sem við horfum fram á veginn.
Sennilega myndu Rolling Stones ekki trekkja betur á konsert í Reykjavík núna en Sigurður Nordal gerði á fyrirlestra sína sem stóðu vetrarlangt og hófust í október 1918.
Sæll Ögmundur.. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir heiðarleikann og koma fram fyrir okkur eins og þú ert klæddur en það verður nú ekki sagt um alla samflokksmenn þína.
Hrós fær sá sem hrós á skilið. Og í þetta sinn færð þú það, Ögmundur. Fyrir að standa við sannfæringu þína og að hafa styrk til að vera sjálfum þér samkvæmur.
Ég sendi lesendum síðunnar bestu jólakveðjur. Megið þið öll njóta friðsældar á jólum. Yfir jólahátíðina slakar þjóðin á, borðar góðan mat, les bækur, gengur út í náttúruna, dormar, en framar öllu öðru, er samvistum við sína nánustu og treystir fjölskyldu- og vinabönd.
Sæll Ögmundur. Mig langar að fara nokkrum orðum um ummmæli í þinn garð síðustu daga. Ég verð að viðurkenna að ég hef alls ekki aðhyllst VG, reyndar ekki heldur aðra fjórflokkana á þingi, en nú hef ég allavega sannfærst um að ennþá sé von fyrir alþjóð um að það sé til málsvari almennings, mann sem stendur á sannfæringu sinni og stendur og fellur með skoðunum sínum.