Sæll Ögmundur.. Var að hlusta á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Hvet þig og alla lesendur til að hlusta á hann, lesa ávarp hans af blaði og hugsa um orð hans. Honum hefur ekki mælst jafn vel að mínum dómi síðan 2001 - 2002.
Þá er árið 2009 á enda runnið og framundan nýtt ár. Á þessum tímamótum dagatalsins lítum við yfir farinn veg jafnframt því sem við horfum fram á veginn.
Sennilega myndu Rolling Stones ekki trekkja betur á konsert í Reykjavík núna en Sigurður Nordal gerði á fyrirlestra sína sem stóðu vetrarlangt og hófust í október 1918.
Sæll Ögmundur.. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir heiðarleikann og koma fram fyrir okkur eins og þú ert klæddur en það verður nú ekki sagt um alla samflokksmenn þína.
Hrós fær sá sem hrós á skilið. Og í þetta sinn færð þú það, Ögmundur. Fyrir að standa við sannfæringu þína og að hafa styrk til að vera sjálfum þér samkvæmur.