Ögmundur. Það er ekki hægt að réttlæta það að selja landið undan börnum okkar og barnabörnum. Komandi kynslóðir eiga sama rétt og við, eiga land heilt og óskipt.. Þór.
Karl Th. Birgisson, frjálshyggjumaður, sem kallar sig jafnaðarmann, varpar fram spurningum til mín í kankvíslegum stíl í bloggpistli.. Hann leggur áherslu á að ég hafi bæði sagt að þjóðerni skipti máli og eins að þjóðerni skipti engu máli, og veltir því fyrir sér hvernig slíkt megi vera.
Eru ekki lög um þetta?: 1966 nr. 19 6. apríl 1. gr. [Enginn má öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á landi hér, þar á meðal veiðirétt, vatnsréttindi eða önnur fasteignaréttindi, hvort sem er fyrir frjálsa afhendingu eða nauðungarráðstöfun, hjúskap, erfðir eða afsal, nema þeim skilyrðum sé fullnægt sem nú skal greina: 1.
Ef ég ætti að reyna að finna ljósan blett á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem hér hefur verið í heimsókn um skeið, þá myndi ég nefna að samkvæmt mínum dómi var hann stundum raunsærri á sitthvað sem varðar gjaldeyrisflutninga en margur landinn sem vildi opna allt upp á gátt og leyfa þar með „spekúlöntum" að valsa inn og út úr hagkerfinu að vild.
Sæll Ögmundur.. Þú segir að það þurfi að skoða kaup Kínverjans Nobu á 70% hlut í Grímsstöðum á Fjöllum út frá öllum hliðum og ekki gleypa áætlanir hans hráar.
Heimur heimils- og stofnanaofbeldis er smám saman að opnast. Sem betur fer. Hrikalegir hlutir hafa gerst og eru að gerast í skjóli leyndar og þöggunar.
Sæll Ögmundur.. Enn á ný berast fréttir um að stjórnvöld ætli að bjarga einkaaðilum, innlendum sem erlendum, sem lánað hafa gáleysislega til Hafnarfjarðar.