Í dag var mér kynnt nýtt hugtak á íslenskri tungu: lánþegi. Kannski er hugtakið alls ekki nýtt. En í þeirri merkingu sem mér var kynnt orðið er það nýlunda.
Lán til Magma Energy; Þessi Magma-samningur minnir mig ískyggilega á "Cross-Border-Leasing" -samninga þá, sem þýzk bæjarfélög gerðu fyrir fáeinum árum við bandarísk fjárfestingarfélög til 99 ára til thess m.
Það ætlar að taka tíma sinn að segja skilið við menningu ársins 2007 þegar ójöfnuðurinn náði hámarki. Það reynist mörgum erfitt að rifja upp að fyrr á árum var samstaða um ákveðinn jöfnuð í samfélaginu.
Plan Breta og AGS er einfalt: . 1) Íslendingar skrifa undir ábyrgð að upphæð ca. 700 milljarðar króna . 2) Íslendingar taka lán að upphæð 700 milljarðar króna hjá IMF . 3) Lánið sem er geymt í Washington/London, er fryst, þar til við höfum staðið við ábyrgðina.
Fyrir nokkru sendi Jón Lárusson mér bréf með þýðingu Egils H. Lárussonar á lýsingu Leos Tolstoys á skuldaánauð íbúa á Fidji-eyjum í Kyrrahafi og samskiptum þeirra við nýlenduveldi.
Sæll.. Ég hef verið að velta fyrir mér þessum tilboðum Magma Energy í orkufyrirtæki hér á landi. Allt í þessu máli minnir mann á aðvaranir sem heyrðust þegar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hér inn í kjölfar hrunsins.
Sæll Ögmundur.. Afhverju er ekki krafan um endurnýjun á vísitölutenginu launa til umræðu á þingi og hjá stéttarfélögunum í landinu? Ég er viss um að vísitölu tenging lána okkar yrði fljót að hverfa ef laun ættu að njóta sömu hækkana.