Fara í efni

Greinasafn

September 2010

MR. HUMPHREY OG FÉLAGAR

Ágæt og þörf var fyrirspurn Ólafar Nordal um greiningu á því hvers konar kröfur stæðu á bak við nauðungaruppboð frá hruni.

SAMMÁLA

Sammála þér Ögmundur. Þetta var fín ræða hjá Össuri. Mannréttindi og náttúruvernd ættu að vera okkar aðalsmerki á alþjóðavettvangi.

ÁSKORUN

Blessaður og sæll Ögmundur, ég skora hér með á þig til þess að endurskoða ákvörðun vinnumálastofnunar varðandi atvinnuleyfi fyrir Jussanam da Silva með hliðsjón af sérstökum aðstæðum hjá henni.
HEFUR EKKI LOFAÐ AÐ VERA ÞÆGUR

HEFUR EKKI LOFAÐ AÐ VERA ÞÆGUR

Viðtal birt í Fréttablaðinu 25.09.10Þú hefur sagt að það þurfi mikið að gerast til að þú greiðir ekki atkvæði með tillögu meirihluta þingmannanefndar Atla Gíslasonar um ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum.
EKIÐ INNANDYRA Á MILLI ÍSAFJARÐAR OG BOLUNGARVÍKUR!

EKIÐ INNANDYRA Á MILLI ÍSAFJARÐAR OG BOLUNGARVÍKUR!

Það var áhrifamikil stund að vera við opnun á Bolungarvíkurgöngum um helgina. Mikið fjölmenni var við athöfnina og endurspeglaði það þá samstöðu sem verið hefur með íbúunum um að gera þessar samgöngubætur að veruleika.

ÞÖRF Á UPPGJÖRI!

Það gerist ekkert ef ekki fer fram almennt uppgjör í okkar samfélagi. Það getur ekki þessi ríkisstjórn gert það hefur sannað sig.
ÍSLANDI TIL SÓMA!

ÍSLANDI TIL SÓMA!

Aldrei hefur mér þótt eins vænt um málflutning af Íslands hálfu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og þann sem Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, flutti nú í vikulokin.  Þeir sem segja að litlu máli skipti hverjir fara með stjórn á Íslandi ættu að lesa ræðu hans (sjá slóð að  neðan).  Ég leyfi mér að fullyrða að slík ræða hafi aldrei verið flutt áður á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna af íslenskum ráðherra.. Hér var talað tæpitungulaust og óttalaust um réttlætismál án þess að fá áður stimpil að utan, það mátti sjá úr mílufjarlægð - svo mikið þykist ég vita um utanríkismál.

SETJUM TRAUST OKKAR Á ÞIG

Sæll Ögmundur, . Ég skrifaði þér tölvupóst þar sem ég hvatti þig til að koma í veg fyrir það níðingsverk sem virðist vera í uppsiglingu gegn Jussanam da Silva.

ALLT UPP Á BORÐIÐ

Sæll Ögmundur.. Til hamingju með embættið. Ég hef mikla trú á þér í þessu hlutverki og hef aldrei orðið ráðherraskiptum jafn fegin.

HVATNING

Sæll Ögmundur, Ég hvet þig til þess að endurskoða mál Jussanam de Silva og veita henni landvistarleyfi, og jafnframt að sjá til þess að vinnubrögð Útlendingastofnunnar verði endurskoðuð.