26.02.2009
Ögmundur Jónasson
Skáld lýsti eitt sinn vinum, sem sátu yfir deyjandi dóttur annars. Um hinn var sagt að hann hafi starað lengi út í fjarskann, svipbrigðalaus, eins og dauðinn kæmi honum ekki við, eða kæmi honum of mikið við til að hann vildi sjá það sem var að gerast.. Það eru ábyggilega margir, sem undanfarna mánuði hafa starað út í fjarskann, svipbrigðalausir, og hugsanlega látið pólitíska andstöðu við Davíð Oddsson hér áður og fyrr, lita afstöðu sína til mannsins sem nú er formaður bankastjórnar Seðlabanka og ekki viljað sjá það sem er að gerast.. Í viðtali í Sjónvarpinu í október talaði þessi formaður bankastjórnar Seðlabanka afskaplega skýrt.