Fara í efni

Greinasafn

Júlí 2021

FALLISTINN

FALLISTINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins  31.07/01.08.21. Nokkrum sinnum á ævinni hef ég reynt að þreyta próf í frjálshyggjuhagfræði. Í hvert sinn hef ég fallið á prófinu.  Frjálshyggjuhagfræðin kennir að vel smurðu markaðsþjóðfélagi megi líkja við vél. Ef fiktað er í vélinni af kunnáttuleysi segi það fljótlega til sín í höktandi hagkerfi og þar af leiðandi þjóðfélagi sem hættir að hámarka velsæld. Látum alveg liggja á milli hluta velsæld hverra, enda kemur okkur það ekki við. Það hafi einmitt verið þegar ...

BRANDARAKALLARNIR SEM GERÐU ÍSLAND GJALDÞROTA

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kastró er ekki búinn að vera fimm mínútur í helvíti og við erum þegar byrjaðir að fá flóttamenn“.  Ég man Þegar Íhaldið sá um fjármálaráðuneytið 2008 og Gerði Ísland GJALDÞROTA. Almenningur missti húsnæði og vinnu og FLÚÐI land! Brandara kallinn Óli Björn baunar á sósialisma Virðist í frjálshyggju vörn hatar víst komonista. Sósíalistum ég sendi hug saman hafið valdið Með samstöðunni sýnið dug sækið á auðvaldið. Ráðherraliðið rauk nú austur í rólegheita kjaftalotu En fáránlegur var fjáraustur fóru víst í einkaþotu. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
MÁ BJÓÐA ÞÉR REIKNINGINN?

MÁ BJÓÐA ÞÉR REIKNINGINN?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.07.21. ... Auðvitað er þetta hægt. Leti og metnaðarleysi í ferðaþjónustu má ekki verða þess valdandi að íslenskunni verði fórnað; að hún verði gjalda megin á reikningnum þegar ferðmennskan er gerð upp. Sannið til, erlendu fólki sem hingað kemur til starfa þykir gaman að geta talað íslensku – nákvæmlega eins og okkur þykir þar sem við erum gestkomandi um alllangt skeið. Ég vorkenni engum útlendingi að læra að segja ...
AFMÆLISKVEÐJUR

AFMÆLISKVEÐJUR

Í gær, 17. júlí, átti ég afmæli venju samkvæmt. Þetta hefur borið upp á þennan dag í 73 ár. Margir sendu mér góðar kveðjur af þessu tilefni. Fyrir þær þakka ég hjartanlega.

NÚ ER ÞAÐ NALLINN!

Sósíalistar sigla á þing seinna á þessu ári Auðvitað nú Nallann syng nelgdu það Gunnar Smári. Aðalheiður er alveg óð aldeilis illa hitti segir sjómenn veiða kóð og sýkta ormatitti. Sautjándi júlí kemur senn sjötíu og fjagra verður þá Hann segist í fullu fjöri enn farðu varlega og slakaðu á. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
GAGNLEGT EÐA …?

GAGNLEGT EÐA …?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.07.21. Ekki fer úr huga mér frétt sem ég las nýlega í blaði um að Mannréttindadómstóllinn í Strassborg hefði beitt þeirri niðurstöðu sem hann á dögunum komst að í frægu (að endemum) máli gegn íslenskum stjórnvöldum um skipan í embætti dómara við Landsrétt sem fordæmi gagnvart stjórnvöldum í öðru landi, að þessu sinni Póllandi.  Íslenska málið var mörgum illskiljanlegt en svo átti að heita að ...

UM SÓKN SÓSÍALISTA

Sósíalistar hér sækja á samt er gott í ári Og Íhaldið að fara frá fagnar Gunnar Smári. Afsökun vildi Áslaug fá auðfús til varna Kærunni vildi vísa frá og verja Bjarna. ... Höf. Pétur Hraunfjörð