
Öfugmæli víki fyrir skynsemi
23.07.2002
. . Birtist í DVVeri Alcoa velkomið til Íslands, segir í leiðara DV um helgina. Þar segir og að fengur sé af fyrirtæki sem leggur “aðaláherslu á gæði, öryggi, heilsu starfsmanna og umhverfismál.” Þær eru nú kveðnar af kappi öfugmælavísurnar eða hafa menn virkilega ekki fylgst með frásögnum af átökum umhverfisverndarsamtaka og verkalýðs- og mannréttindasamtaka við Alcoa, sérstaklega í fátækum ríkjum þar sem fyrirtækið hefur haslað sér völl? Varla myndu menn skrifa svona ef þeir hefðu kynnt sér málin, eða hvað?. Fagnaðarerindið. Skartklædd tóku þau á móti gjöfum frá þessum meintu umhverfisvinum, forstjóri Landsvirkjunar og iðnaðarráðherrann.