Fara í efni

AÐFÖRIN AÐ RÍKISÚTVARPINU

 Nýjasta aðförin að Ríkisútvarpinu[i] er liður í ferli sem staðið hefur árum og áratugum saman. Um er að ræða hreina árás á tjáningarfrelsi, menningu, og sjálfstæði þessarar menningarstofnunar, til þess gerða að auka á forheimskun þjóðarinnar [forheimskuðum kjósendum er gjarnan auðveldara að stjórna] og greiða götu fjárglæframanna sem væntanlegra „kaupenda" Ríkisútvarpsins.
Hanna Birna IRR

GOTT!

Innanríkisráðherra kynnti  í dag að fyrir Alþingi yrði lagt lagafrumvarp þess efnis að fólk sem er að missa húsnæði sitt geti fengið uppboði festað fram í júlí en þá á að vera komið í ljós hvort skuldaniðurfærsla samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar getur komið viðkomandi svo til góða að það komi í veg fyrir heimilismissi.. Þetta er í samræmi við þingmál sem ég hef tvívegis flutt, annars vegar síðastliðið vor og aftur nú í haust.
RÚV - niðurskurður Hákólabíó

VAR BESTA FÓLKIÐ VALIÐ?

Boðaður niðurskurður og í kjölfarið uppsagnir á Ríkisútvarpinu - RÚV ohf - vekja furðu og reiði. Svo mikla reiði að Háskólabíó var við það að springa svo fjölmennur var baráttufundurinn sem haldinn var þar í dag.
Bylgjan - í bítið 989

SKOTBARDAGI, SKULDIR OG LEKI

Margt kemur í ljós þegar upp koma hörmulegir atburðir á borð við skotbardagann í Árbænum í Reykjavík í gær.
MBL -- HAUSINN

LÝÐRÆÐI Á TÍMAMÓTUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 01.12.13.. Í vikunni sat ég ráðstefnu í Strasbourg í Frakklandi um lýðræði.
Rassi - Soros - Redford

Á SPJALLI UM ÍSLAND

Stórskemmtilegt viðtal er í helgarblaði Fréttablaðsins við Ragnar Kjartansson, myndlistarmann. Mæli ég með lestri þess.. Lesandanum er sagt að viðtalið hafi verið tekið daginn sem uppsagnirnar á RÚV voru tilkynntar og að Ragnari hafi verið mikið niðri fyrir vegna þeirra:.  "Að tala um þjóðmenningu á meðan nánast er verið að skera á tengslin við íslenska tungu er út í hött.
Council of Europe - Lýðræði

BEINT LÝÐRÆÐI: SKYNSEMI EÐA RÉTTUR?

Í dag lauk í Strasbourg vel heppnaðri ráðstefnu um lýðræðismál. Skráðir ráðstefnugestir voru um tvö þúsund talsins en ráðstefnuhaldið fór að verulegu leyti fór fram í málstofum.
World Forum - Democracy

RÁÐSTEFNA UM LÝÐRÆÐI

Á miðvikudag hefst í Strasbourg í Fraklandi mjög áhugaverð ráðstefna um lýðræði og valkosti í þeim efnum á tölvuöld.
Bylgjan í bítið 2 rétt

BYLGJAN: ER VERKALÝÐSHREYFINGIN AÐ RÍSA UPP?

Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um auglýsingar frá Samtökum atvinnulífsins og Verkalýðsfélagi Akraness um launahækkanir.
Vertu Viss - RÚV - rétt

MEÐ TÍU MILLJÓNIR Í AUGUNUM

Íslandsspil og RÚV ohf hafa sameinast um fjölskylduþátt á laugardagskvöldum sem greinilega er hugsaður sem einskonar kennsluþáttur í fjárhættuspili.  . Án efa þykir þeim sem kosta þáttinn auk RÚV ohf - og þá horfi ég til þeirra sem standa að Íslandsspilum, Rauða krossinum á Íslandi, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og SÁÁ - sig þarna hafa fundið ráð til að æsa upp auragirndina þannig að þau sem háð eru spilafíkn hlaupi út í næsta spilakassa.