27.05.2013
Ögmundur Jónasson
Sem betur fer hefur ekki tekist að þagga umræðuna um ofbeldisiðnaðinn. Eins og marga kann að reka minni til hlupu ýmsir upp til handa og fóta þegar ég setti á laggirnar nefnd til að skoða möguleika á því að koma í veg fyrir að klámiðnaðurinn þrengdi sér inn í veröld barna og unglinga eins og nú gerist í sívaxandi mæli.. Andmælendur sögðu að með þessu yrði tjáningarfrelsi (klámiðnaðarins?) skert og skrifaðar voru greinar innanlands og utan um um „frumvarpið" sem ég hefði sett fram, það væri „fasískt" og ég væri „vitskertur".