Margt misjafnt hefur verið sagt um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eftir að hún afréð að taka 5. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður sem leiddi til þess að hún varð að segja af sér embætti borgarstjóra.
Birtist í Fréttablaðinu 18.01.2003Segja má að ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna séu að sumu leyti í svipuðum sporum staddar að því leyti að báðar eru gagnrýndar fyrir hernað – önnur gegn Írak, hin gegn hálendi Íslands.
Siv Friðleifsdóttir segir, í ljósi fylgishruns Framsóknarflokkksins, að nú sé ekkert annað að gera en setja upp “boxhanskana og fara út á akurinn” til að komast í meira návígi við kjósendur.
Til hamingju með heimasíðuna, Ögmundur. Að vísu fer ég aldrei ótilneyddur inn á vefsíður, ég verð helst að hafa stafi á blaði, geta flett aftur á bak og áfram, flutt lesmálið á milli herbergja, lagst út af með það, stungið því í vasann, merkt við, strikað undir.
Blessaður Ögmundur. Frá blautu barnsbeini hef ég verið jafnaðarmaður. Sú jafnaðarstefna sem ég hef aðhyllst hefur byggst á tveimur algerlega óaðskiljanlegum þáttum: Baráttu fyrir félagslegu og efnalegu réttlæti annars vegar og heiðarlegum, opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum hins vegar.