03.10.2009
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur.. Hvaða skilaboð eru það til okkar, heilbrigðisstarfsmanna LSH, að um leið og við stöndum frammi fyrir stærsta niðurskurði heilbrigðissögunnar, þá hverfa tveir toppar í slíkri skyndingu af hólmi, að það sér undir iljar þeirra? Ég á við Huldu forstjóra sem fær athugasemdalaust ársfrí á þessum vátímum - og þig sjálfan.