BURT MEÐ ALÞJÓÐA-GJALDEYRIS-SJÓÐINN!
04.03.2009
Það er gríðarlegt hagsmunamál að losna sem fyrst við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landinu. Hann heldur uppi vöxtum og er hér eingöngu til að gæta hagsmuna eignafólks, heimslögregla auðvaldsins einsog þú hefur réttilega lýst honum Ögmundur. Tímaritið Vanity Fair hefur sagt frá málaliðunum sem hafa verið sendir hingað til lands, fákunnandi og ruglaðir, nýkomnir frá því að ráðskast með efnahagskerfi fátækra þjóða.