06.10.2010
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur. "Mjök erum tregt / tungu at hræra" hefur Egill (Er-úlfur?) upp raust sína í upphafi Sonatorreks og þar litlu síðar "Opt kemr mér / mána bjarnar / í byrvind / bræðraleysi, / hyggjumk um, / es hildr þróask, / nýsumk hins / ok hygg at því / hverr mér hugaðr / á hlið standi / annarr þegn / við óðræði." Þessi mögnuðu orð Egils enduróma nú með djúpri skírskotun til þeirra samfélagslegu atburða sem íslensk þjóð verður nú vitni að, ekki síst úrræðaleysi þeirra sem telja sig æðri öðrum og vilja stjórna öðrum með vald-beitingu.