Ef saga Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs yrði skrifuð af einhverjum sem þekkti til allra innstu innviða kæmu þar við sögu fundargerðir undir vinnuheitinu þrír á báti.
Sæll félagi.. Framkvæmdastjórn ESB stefnir nú að einkavæðingu vatns í Evrópu! Gróði vatnsfyrirtækja í 3ja heiminum hefur ekki verið nægur og andstaðan víðast mikil svo það var fyrirsjáanlegt að þau stefndu á ríkari markaði.
Birtist í Fréttablaðinu 24.01.12.. Skilja má á Stíg Helgasyni blaðamanni á Fréttablaðinu, í skrifum á miðvikudag að sér finnist skjóta skökku við að ég ætli mér að taka málsferð hælisumsókna til skoðunar því nákvæmlega það hafi ég áður sagst vilja gera þegar ég hafi sett á laggirnar starfshóp um málefni útelndinga utan EES í júlí 2011.
Málefni hælisleitenda hafa verið til umræðu að undanförnu. Margoft hefur komið fram að of langur tími líður frá því hælisleitendur koma til landsins og þar til niðurstaða fæst varðandi umsókn þeirra.
Sæll Ögmundur! . Fordómar forstjóra Útlendingastofnunar eru hneyksli. Forstjórinn gerir lítið úr þeim sem eru á flótta og þurfa að leita sér hælis og talar um það sem "aðlaðandi kost"! Menn séu bara að misnota sér "gestrisni" Íslendinga og komi hingað til að fá frítt fæði og húsnæði!! Og geti verið hér lengi sem hælistúristar af því að málsmeðferð sé svo "hrikalega löng"! Væntanlega þekkir hún ekki til á því "fjögurra stjörnu hóteli" þar sem hælisleitendur eru meira og minna lokaðir inni á, því ekki mega þeir einu sinni kaupa sér mat í öðrum sveitarfélögum! . Mín skoðun er sú að þessi Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar eigi að segja af sér á stundinni! Hún er greinilega ekki hæf til að sinna þessum umbjóðendum sínum sem skyldi.