Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16.11.14.Er margbreytileikinn einhvers virði? Skiptir máli að varðveita fjölbreytileika flórunnar og fánunnar? Væri í lagi að hafa bara eina trjátegund? Til dæmis velja ösp fyrir Ísland, hraðvaxta og tiltölulega harðgert tré? Láta kræklótt birkið gossa og víðinn.
Í spjalli okkar Brynjars Níelssonar í morgunútvarpi Bylgjunnar bar sitthvað á góma en þó fyrst og fremst skuldaleiðréttinguna sem margir horfa til þessa dagana.
Því miður brást ríkisstjórnin í því að lagfæra skuldaleiðréttingarráðstafanir sínar og gera þær félagslega ásættanlegri eins og lagt var til þegar þingið lögfesti ráðstafanirnar síðastliðið vor.
Að undirlagi Barak Obama Bandaríkjaforseta var bandarísku leyniþjónustunni, CIA, falið að gera úttekt á því að hvaða marki tilraunir til að grafa undan og fella ríkisstjórnir Bandaríkjunum ekki að skapi, hefðu haft tilætlaðan árangur.
Margir hafa orðið til að vekja máls á furðulegri þjónkun fjármálaráðuneytisins við fyrirtækið Auðkenni. Til þess að þröngva landsmönnum til viðskipta við fyrirtækið er það gert að skilyrði fyrir „skuldaleiðréttingu" ríkisstjórnarinnar að viðkomandi sé í viðskiptum við þetta tiltekna fyrirtæki.
Ég verð að segja að ég skil ekki alveg hluta af stjórnarandstöðunni sem gagnrýnir skuldaleiðréttinguna en sækir samt um hana! Það getur vel verið að þetta fólk hafi það gott fjárhagslega og gleðst ég þá með því.
Birtist í Morgunblaðinu 10.11.14...Í fréttum er okkur sagt að stjórnendur Reykjavíkurborgar vinni þessa dagana hörðum höndum að því að staðfesta samkomulag sem ég sem innanríkisráðherra gerði við þáverandi borgarstjóra um framtíð Reykjavíkurflugvallar fyrir hálfu öðru ári.. Þetta eru undarlegar fréttir.Í fyrsta lagi er búið að margbrjóta þetta undirritaða samkomulag.
Nú eru liðin 25 ár fá falli Berlínarmúrsins. Af þessu tilefni sit ég ráðstefnu á vegum Institute of Cultural Diplomacy, ICD, þar sem fjallað er sérstaklega um þessi tímamót.