Fara í efni

Greinasafn

Maí 2019

INNLEIÐING ORKUPAKKA 3 KEMUR ÍSLENSKUM NEYTENDUM AÐ ENGU GAGNI EN ÞJÓNAR HAGSMUNUM FJÁRGLÆFRAMANNA

Eftir að hafa horft á Silfrið á RUV í morgun er betur ljóst en áður að sumir þingmenn leggja mjög sérkennilegan skilning í hugtökin „neytendavernd“, „samkeppni“ og „frjáls markaður“. Sumt af þessu fólki virðist telja að það sé á sama tíma hægt að markaðsvæða og stjórna því hver fær að keppa á sama markaði. Rétt að fólk geri sér ljóst, að eftir að búið er að samþykkja ákveðna markaðsvæðingu, með innleiðingu tilskipana og reglugerða þar að lútandi, gilda reglur Evrópuréttar um viðkomandi starfsemi. Það er ekki hægt á sama tíma að gangast undir ákveðnar reglur en ætla sér líka að hafa fulla stjórn á málum eftir að reglurnar hafa verið innleiddar. Þannig virkar þetta ekki ... 

Á AÐ TAKA KOSNINGARÉTT AF ÖLDRUÐUM EINS OG ... ?

Þó aldurinn færist yfir menn því eflaust flestir hrósa þeir höfðu það öðruvísi í den Þá máttu ekki fátækir kjósa. Allt lífið ég barðist í bökkum og blásnauður veginn gekk Í sárri fátækt flest hjökkum ég hef ekki fyrir því smekk! Höf. Pétur Hraunfjörð.

HVERT ER UMRÆÐAN KOMIN?

Nú er okkur sagt að gamalt fólk - eldra fólk – eigi helst ekki hafa skoðun á þjóðmálum! Tilefnið er að nokkrir einstaklingar sem komnir eru af barnsaldri leyfa sér að andæfa markaðsvæðingu raforkukerfisins. Hvert er þjóðfélagsumræðan eiginlega komin á Íslandi?  Heyrði ég það rétt að þingmaður hafi orðað þá hugsun að fólk yfir sjötugt eigi helst ekki að hafa kosningarétt? ... Sunna Sara

GEFUM MAMMON FRÍ EN VILJUM VIÐ HÆTTA AÐ FLJÚGA?

Við helgidaga höfum átt heimilin þess njóta Og erum öll við það sátt ei hefðina viljum brjóta. Á koltvísýrings og kolefnis raus ei kæri mig um að trúa Heimsbyggðin öll stendur á haus við megum helst ekki fljúga. Höf. Pétur Hraunfjörð.
FYRSTI MAÍ HJÁ STEFNU Á AKUREYRI

FYRSTI MAÍ HJÁ STEFNU Á AKUREYRI

Það er ánægjuefni að sækja fund Stefnu, félags vinstri manna, og það á sjálfum degi verkalýðsins, 1. maí. Sunnan heiða hefur Stefna legið í dvala um langt skeið en æ oftar heyrast raddir um að bera þurfi að nýju glóðir að félagsstarfi Stefnu. Þá hafa menn horft til Akureyrar um hið góða fordæmi og rauðan logann sem þar brann og brennur enn. Í mínum huga táknar Stefna ...