Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.03.16.. Best að taka fram í upphafi að ég er ekki að biðja um menningarbyltingu eins og hjá Maó í Kína, þegar reynt var að þvinga fólk með valdi inn á veg dyggðarinnar; láta þau sem urðu viðskila við pólitískan rétttrúnað ganga svipugöng undir háværum fordæmingum.
Hvernig stendur á því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki þurrkaður út? Skoðanakannanir sýna að fólk vill ekki sjá einkavædda heilbrigðisþjónustu en samt heldur flokkurinn þessari stefnu til sttreitu og fer sínu fram og einakvæðir. Engu að síður heldur sama fólkið og gagnrýnir þessa stefnu áfram að kjósa flokkinn eða alla vega styðja hann í skoðanakönnunum.
Þessa dagana er ég staddur í Moldovíu á vegum Evrópuráðsins. Á þingi ráðsins í janúar var ég ásamt Valentínu Leskaj, þingmanni frá Albaníu, settur til þess að gefa þinginu skýrlsu um stöðu mannréttindamála í Moldóvíu.