Áfram er rukkað löglaust við Kerið í Grímsnesi og norðanheiða segir „verkefnisstjóri" sem óvart er jafnframt landeigandi að svo gæti farið að loka verði við Leirhnjúk fái landeigendur ekki að rukka: http://ruv.is/frett/gaeti-thurft-ad-loka-an-gjaldtoku . . Ferðamálaráðherrann lætur þetta allt viðgangast og gengur reyndar lengra og blessar athæfið og þar með ríkisstjórnin öll.
Herra ICEHOTT heitir sá. hægri stefnu drengur.. Flestar konur vilja ´ann fá. algjör pornófengur. . -------------- . . Leiðsögumaðurinn þá leiddi um Sali. lofsöng þar víkinga á erlendu tali. þeir höfðu stritið. ei Háskóla vitið. enn smíðuðu skipin að eigin vali.
Jeremy Corbyn vann yfirburðasigur í formannskjöri í breska Verkamannaflokknum. Lýkur þar með vonandi langri eyðimerkurgöngu flokksins um lendur tækifærisstjórnmála og þjónkun við fjármálavald og markaðshyggju.
Á fundi flóttamannanefndar Evrópuráðsins, sem ég nú sit í París, er sú sprenging sem á sér stað í flóttamannastraumnum frá stríðshrjáðum ríkum til umræðu og rædd af meiri þunga og tilfinningum en ég man eftir.