Fara í efni

BJÖRK TIL VARNAR

Ég get alveg tekið undir að ummæli Bjarkar Vilhelmsdóttur fráfarandi borgarfulltrúa  um félagsþjónustuna orka tvímælis - vægast sagt.

ENGAN HER OG ÍSLAND ÚR NATÓ

Þakka þér fyrir grein þín um að "skaðvaldinn" viljum við ekki aftur á Miðnesheiðina og það sem meira er, Ísland úr NATÓ, strax!. Jón Gr.

FRJÁLSHYGGJU-KÓRINN SYNGUR

Guðlaugur, Björk og Bjarni. blaðra í einum kór.. Fjandans frjálshyggju skarni. fullan þekur flór.. Kári
MBL- HAUSINN

SÉRVALIÐ SIÐGÆÐI

Birtist í Morgunblaðinu 17.09.15.Margir fara mikinn í réttlætingu á refsiðagerðum gagnvart Rússum. Sitthvað er tínt til.
Björk Vilhelmsdottir

GÓÐ VERKLOK BJARKAR

Ekki var ég sáttur við yfirlýsingar Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa, um nauðsynlegt  „spark í rassinn" á mörgum þeim sem leita til félagsþjónustunnar.. En þeim mun ánægðari var ég með svohljóðandi tillögu hennar í borgarstjórn Reykjavíkur um Palestínu: „Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við Innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir.". Tillagan var samþykkt og er hún mikilvæg skilaboð til Ísraelsstjórnar um að láta af ofbeldi í Palestínu og hún er líka mikilvæg stuðningsyfirlýsing við málstað Palestínumanna sem þurfa á því að halda að vonarneistinn í hjörtum þeirra slokkni ekki.. Orð skipta máli en verkin þó enn meira máli.
Kastljós 1

KASTLJÓS Á LOF SKILIÐ!

Kastljós Sjónvarpsins fer vel af stað og eiga aðstandendur þessa mikilvæga fréttaskýringarþáttar Ríkisútvarpsins  hrós og lof skilið fyrir umfjöllun sína um málefni flóttamanna.. Þátturinn á mánudag var upplýsandi, lifandi og áhrifaríkur.

EIGI SKAÐVALDINN Á HEIÐINA!

Hersetu viljum helst ekki sjá. né herskáu NATÓ leiðina.                                 . Skelfingu vekur ef skildum fá. skaðvaldinn aftur á heiðina.. . Pétur Hraunfjörð
USA - árásarflugvél

Á AÐ FÁ SJÁLFAN SKAÐVALDINN AFTUR Á MIÐNESHEIÐINA?

Á vefnum  DEMOCRACY NOW (LÝÐRÆÐI NÚNA), sem er bandarískur fjölmiðill á netinu og öldum ljósvakans er viðtal við Annette Groth, þingkonu Die Linke, Vinstra flokksins í Þýskalandi,  sem hingað kom í sumar og hélt erindi um aðkomu sína að hafnbanninu á Gaza fyrir fimm árum (sjá slóðir m.a.  viðtal við Annette í Fréttablaðinu: http://ogmundur.is/annad/nr/7614/ oghttp://ogmundur.is/annad/nr/7611/.). . Annette Groth er atkvæðamikill þingmaður í heimalandi sínu og öflugur málsvari mannréttinda á þingi Evrópuráðsins.
Guðmundur landl 2

GUÐMUNDAR BJÖRNSSONAR MINNNST Á ALÞINGI

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis minntist þess í dag að hundrað ár eru liðin frá því að sett voru ný þingskaparlög á Alþingi en verkstjórn um gerð laganna var á hendi Guðmundar Björnssonar, alþingismanns sem jafnframt var landlæknir.. Guðmundur Björnsson var merkur maður og forgöngumaður um ýmis framfaramál  á sinni tíð, allt frá vatnsveitumálum í Reykjavík, stofnun Slysavarnafélags Íslands og nýjunga á sviði heilbrigðismála.

SJÁ KÖNNUN Á VEF DV

Athyglisvert er að fylgjast með könnun á þjóðnýtingu á náttúruperlum sem DV setti af stað eftir að blaðið kynnti grein þína um þetta efni: http://www.dv.is/frettir/2015/9/14/vill-thjodnyta-natturuperlur/. Ég hvet fólk til að taka þátt í þessari könnun.. Jóhannes Gr.