ÞVERPÓLITÍSK SAMSTAÐA UM SANNGIRNISBÆTUR TIL LANDAKOTSBARNA
26.02.2015
Í niðurlagi fréttafrásagnar vefmiðilsins Lifðu núna (lifdununa.is) um ný-framkomið frumvarp sem borið er fram af fulltrúum allra flokka á Alþingi og opnar á sanngirnisbætur til þolenda ofbeldis í Landakotsskóla á sinni tíð, segir m.a.: Landakotsbörnin hafa reynt að ná fram réttlæti í sínu máli og hafa leitað leiða til að fá fulltrúa Vatikansins til að rannsaka mál þeirra. Þau telja að málið snúist ekki eingöngu um sanngirnisbætur heldur að kirkjan viðurkenni þessi brot og biðjist opinberlega afsökunar.