MÓTMÆLIR ORÐUM FORSTJÓRA ÚTLENDINGA-STOFNUNAR
18.01.2013
Sæll Ögmundur! . Fordómar forstjóra Útlendingastofnunar eru hneyksli. Forstjórinn gerir lítið úr þeim sem eru á flótta og þurfa að leita sér hælis og talar um það sem "aðlaðandi kost"! Menn séu bara að misnota sér "gestrisni" Íslendinga og komi hingað til að fá frítt fæði og húsnæði!! Og geti verið hér lengi sem hælistúristar af því að málsmeðferð sé svo "hrikalega löng"! Væntanlega þekkir hún ekki til á því "fjögurra stjörnu hóteli" þar sem hælisleitendur eru meira og minna lokaðir inni á, því ekki mega þeir einu sinni kaupa sér mat í öðrum sveitarfélögum! . Mín skoðun er sú að þessi Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar eigi að segja af sér á stundinni! Hún er greinilega ekki hæf til að sinna þessum umbjóðendum sínum sem skyldi.