Dr. Gail Dines, prófessor frá Boston, er komin til Íslands að hræra upp í okkur út af klámi og þeim áhrifum sem það hefur á líf okkar og menningu - sérstaklega yngstu kynslóðarinnar.
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 14.10.12.. Fyrir tveimur árum, nánast upp á dag, efndi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneyti til samráðsfundar um meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu.
Friðarverðlaunin koma í hlut ESB, eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, árið 2012. Medalíuna fá þeir, sem komu í veg fyrir stríð í Mið-Evrópu eftir að hafa lagt álfuna í rúst.
Ég var að lesa umfjöllun þína hér á síðunni um baráttuna gegn glæpahópum og tilvísan þar í útvarpsviðtal og mbl.is: http://ogmundur.is/annad/nr/6480/. Mér þykir vænt um að sjá og heyra að þú gleymir ekki að ræða um forvarnarstarfið gagnvart ungu ógæfufólki sem hrekst inn í glæpahópa. Þetta má ekki gleymast.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skrifar pistil um helgina sem gefur ágæta innsýn í pólitískan þankagang sem mikilvægt er að verði heyrinkunnur í þeirri almennu umræðu sem nú fer fram um rannsóknarheimildir lögreglunnar.
Sæll Ögmundur, þú virðist vera eini maðurinn á þingi sem hefur og heldur við hugsjónir. Hvernig hefur farið fyrir okkur ef þetta er rétt? Ég man eftir þér í gömlum umræðuþáttum og ég hugsaði með mér hann er bara fastur í komma hugsun, en ég man og það flaska margir á hvað almenningur man.
Við fáum nú þær fréttir að lögreglan hafi gert áhlaup á stöðvar samtaka sem grunuð eru um að stunda brotastarfsemi en tilefnið hafi verið vísbendingar um að þau hafi haft í hótunum við lögreglumenn og fjölskyldur þeirra.